Íþróttamaður Þróttar og Þróttari ársins

Klukkan tólf í dag var útnefndur Íþróttamaður Þróttar árið 2008 og Þróttari ársins.  Það var gaman að sjá hvað margir mættu til að vera viðstaddir þessa hátíðarstund.

Íþróttamaður Þróttar árið 2008 var valinn Hallur Hallsson, en Hallur er 28 ára gamall og hefur leikið með meistaraflokki Þróttar frá árinu 2001, yfirleitt sem miðjumaður en þó hefur hann stöku sinnum leikið sem varnarmaður.
Árið 2008 hefur verið afar gott hjá Halli þar sem hann hefur verið einn af lykilleikmönnum og tekið miklum framförum sem knattspyrnumaður. Ekki nóg með að hann sé mikill nagli og tæklari, heldur hefur Hallur sett nokkur mörk á árinu.
Hallur er gegnheill og sannur Þróttari og hefur alla sína tíð leikið með Þrótti og hann er í dag fjórði leikjahæsti leikmaður Þróttar í meistaraflokki. Hann átti stóran þátt í því að Þróttur náði langþráðu takmarki sínu í sumar en það var að halda sæti sínu í efstu deild og spila áfram meðal þeirra bestu á næstu leiktíð.

Þróttari ársins var valinn Bergur Þorkelsson, en Bergur er formaður Handknattleiksdeildar.  Hann hefur með elju sinni og dugnaði svo sannarlega verið lyftistöng fyrir félagið. Hann sameinar í einum manni tvær stærstu deildar félagsins, en Bergur heldur utan um gamlingjana í knattspyrnunni. Bergur er einn af þessum einstaklingum sem skipta svo miklu máli fyrir félag eins og Þrótt og er alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd fyrir félagið.

Hallur og Bergur eru svo sannarlega vel að þessum viðurkenningum komnir og var gaman að geta veitt þeim smá viðurkenningu fyrir þeirra dugnað og kraft í þágu félagsins.

Lifi Þróttur !

Gleðilegt Þróttaraár

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þessir góðu drengir eru sannarlega vel að þessu komnir. Hallur er fæddur og uppalinn Þróttari úr Vogarskóla og er sannkallaður baráttujaxl með  hann og Bergur eru með hreint Þróttarahjarta.

 Jórunn, þakka þér innilega fyrir öll þín góðu störf fyrir félagið okkar

 Gleðilegt nýtt ár fyrir þig, þína og auðvitað Þrótt

Sigurður Þórðarson, 31.12.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband