31.12.2008 | 15:55
Íþróttamaður Þróttar og Þróttari ársins
Klukkan tólf í dag var útnefndur Íþróttamaður Þróttar árið 2008 og Þróttari ársins. Það var gaman að sjá hvað margir mættu til að vera viðstaddir þessa hátíðarstund.
Íþróttamaður Þróttar árið 2008 var valinn Hallur Hallsson, en Hallur er 28 ára gamall og hefur leikið með meistaraflokki Þróttar frá árinu 2001, yfirleitt sem miðjumaður en þó hefur hann stöku sinnum leikið sem varnarmaður.
Árið 2008 hefur verið afar gott hjá Halli þar sem hann hefur verið einn af lykilleikmönnum og tekið miklum framförum sem knattspyrnumaður. Ekki nóg með að hann sé mikill nagli og tæklari, heldur hefur Hallur sett nokkur mörk á árinu.
Hallur er gegnheill og sannur Þróttari og hefur alla sína tíð leikið með Þrótti og hann er í dag fjórði leikjahæsti leikmaður Þróttar í meistaraflokki. Hann átti stóran þátt í því að Þróttur náði langþráðu takmarki sínu í sumar en það var að halda sæti sínu í efstu deild og spila áfram meðal þeirra bestu á næstu leiktíð.
Þróttari ársins var valinn Bergur Þorkelsson, en Bergur er formaður Handknattleiksdeildar. Hann hefur með elju sinni og dugnaði svo sannarlega verið lyftistöng fyrir félagið. Hann sameinar í einum manni tvær stærstu deildar félagsins, en Bergur heldur utan um gamlingjana í knattspyrnunni. Bergur er einn af þessum einstaklingum sem skipta svo miklu máli fyrir félag eins og Þrótt og er alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd fyrir félagið.
Hallur og Bergur eru svo sannarlega vel að þessum viðurkenningum komnir og var gaman að geta veitt þeim smá viðurkenningu fyrir þeirra dugnað og kraft í þágu félagsins.
Lifi Þróttur !
Gleðilegt Þróttaraár
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessir góðu drengir eru sannarlega vel að þessu komnir. Hallur er fæddur og uppalinn Þróttari úr Vogarskóla og er sannkallaður baráttujaxl með hann og Bergur eru með hreint Þróttarahjarta.
Jórunn, þakka þér innilega fyrir öll þín góðu störf fyrir félagið okkar
Gleðilegt nýtt ár fyrir þig, þína og auðvitað Þrótt
Sigurður Þórðarson, 31.12.2008 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.