Ég elska mitt land

Ég get ekki látið hjá líða að setja inn þetta frábæra ljóð e. Unni Sólrúnu Bragadóttur.  

Ég fékk ljóðabók Unnar að gjöf fyrir stuttu síðan frá Guðný Önnu frænku minni og notaði ég þetta ljóð í erindi sem ég var með í Perlunni á Alþjóða Geðheilbrigðisdeginum.  Hef reyndar notað það nokkrum sinnum síða. Vona að þið njótið lestursins.

Ég elska mitt land
Ég elska þetta land með ljóðum sínum öllum,
með lækjarbotnum, dalvörpum og tígulegum fjöllum,
með leysingum á vorin þegar lækir verða ár,
með lóunni sem framkallar hjá okkur gleðitár.

Ég elska einnig lömbin og lambakjöt í sneiðum
lúðuna og ýsuna og þorskinn sem við veiðum
ég elska þennan ákafa sem áfram okkur rekur
ég elska þennan eldmóð sem mannlíf skekur.

Ég elska þessa geðveiki sem grípur okkur sum
þá göngum út á ystu nöf á betri dögunum,
svei mér þá, ég elska að Íslendingur vera
elska þessa eyju endilanga og þvera.

e. Unni Sólrúnu Bragadóttur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband