Snúum vörn í sókn

Ég byrjaði daginn í morgunútvarpi Rásar 2 þar sem ég var að ræða um sameiningu Heimahjúkrunar og heimaþjónustu í Reykjavík, nokkuð sem við getum glaðst yfir í dag.  En það er fleira til að gleðja okkur á þessum tímum.  Sólin skýn hér í höfuðborginni og ég verð að segja að það var yndislegt að hjóla meðfram Reykjavíkurtjörninni áðan.  Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti og við erum ða ná viðspyrnu í efnahagslífinu.  Geir H. Haarde á heiður skilið fyrir það hvernig hann hefur siglt okkur í gegnum þennan storm sem nú er vonandi að lægja. 

Fréttamaðurinn Clive Myrie frá BBC ræddi við Geir H. Haarde og Þórð Friðjónsson vegna efnahagsástandsins og fjallar sérstaklega um hið rólega og afslappaða yfirbragð þeirra þrátt fyrir að þeir hafi jafnframt gert sér fulla grein fyrir alvöru málsins.

„Ég hef á tilfinningunni að hið rólega og heimspekilega fas tveggja af miklvægustu mönnum landsins, sem hafa það verkefni að stýra Íslandi út úr þeirri fjármálaóreiðu sem nú ríkir, sé lýsandi fyrir alla þjóðina, “ „Þetta er fólk sem er vant uppsveiflu og niðursveiflu, góðum árum og slæmum. Vant þeim tímum þegar net togaranna voru full og svo því þegar þau voru næstum tóm ári síðar.“ segir Myrie.

Já það er mikið rétt.  

Íslenska þjóðin á svo margt, við eigum hvort annað, við eigum auðlyndirnar okkar, hreina vatnið, heita vatnið, orkuna, rafmagnið og ekki síst fiskinn og landbúnaðinn sem getur nánast brauðfætt þjóðina.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband