9.10.2008 | 00:00
Yfirlýsing um sameiningu heimahjúkrunar og heimaþjónustu í Reykjavík
Í dag undirrituðu heilbrigðisráðherra og borgarstjóri viljayfirlýsingu um sameiningu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Markmiðið með þessari sameiningu er fyrst og fremst að veita betri, markvissari og heildstæðari þjónustu við þá íbúa borgarinnar sem þurfa á stuðningi að halda inn á heimilum sínum, hvort sem það er vegna öldrunar, veikinda eða annarrar færniskerðingar.
Það var mér sérstök ánægja að vera við undirskriftina í dag, enda hefur það verði mér mikið kappsmál að ná að sameina þessi tvö kerfi. Það var strax á fyrstu vikum mínum sem formaður Velferðarráðs vorið 2006 að ég óskaði eftir tíma með þáverandi heilbrigðisráðherra til þess að ræða sameiningu heimahjúkrunar og heimaþjónustu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar sem ekki verður tíundað hér, en ljóst er að þetta er stór áfangi og hér munum við hafa eina sameinaða heimahjúkrun og heimaþjónustu um næstu áramót. Með þessu er stigið stórt og mikilvægt skref í þágu borgarbúa og í þágu þeirra fjölmörgu íbúa sem þurfa þjónustu inná heimili sín og aðstoð við að taka þátt í samfélaginu.
Á síðasta ári nutu hátt á fjórða þúsund heimili í Reykjavík þjónustu á vegum heimahjúkrunar og/eða heimaþjónustu. Starfsmenn sem sinna þjónustunni eru um 370. Umfangið vegna þessarar sameiningar er því mikið, og þjónustan sem verið er að sinna inni á heimilum fólks er bæði mikilvæg og viðkvæm.
Við sem að þessari sameiningu stöndum erum þess fullviss að með henni verði þjónustan heildstæðari, markvissari og betri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.