8.10.2008 | 20:18
Velferðarsvið bregst við aðstæðunum í þjóðfélaginu
Í ljósi þess ástands sem nú er uppi í samfélaginu var ákveðið að skoða með hvaða hætti Velferðarsvið gæti brugðist við og hvaða aðgerða hægt væri að grípa til á þessum tíma. Sviðsstjóri Velfreðarsviðs lagði fram tillögur um aðgerðir á fundi Velferðarráðs fyrr í dag og voru þær tillögur samþykktar samhljóða í ráðinu.
Ekki er enn séð fyrir endann á afleiðingum þeirra þrenginga sem nú eru í þjóðfélaginu, vonandi fer þó að sjá til botns svo við getum farið að vinna okkur upp úr þessum efnahagsvanda. Íslenska þjóðin er dugleg og kraftmikil og tilbúin að snúa bökum saman þegar á reynir. Við Íslendingar erum svo heppin að eiga yfirleitt stórt og gott fjölskyldu- og tengslanet sem skiptir miklu máli í þrengingum sem þessum.
Það er verkefni Velferðarsviðs að aðlaga þjónustu sviðsins að nýjum aðstæðum og mæta aukinni þjónustuþörf sem af þeim kann að hljótast. Ekki er ljóst hversu mikil sú aukning verður, en engu að síður er mikilvægt að bregðast hratt við, efla aðgengi að núverandi þjónustu og bæta í þar sem telja má líklegt að þörfin verði mest. Til lengri tíma er þörf á að meta aðstæður heildstætt og sjá hvort frekari aðlögunar er þörf.
Aðgerðir til skemmri tíma:
1) Samstarf við félags- og tryggingamálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti sem boðað hafa aðgerðir - nú þegar hefur sviðsstjóri verið í sambandi við félagsmálaráðuneytið varðandi samstarf.
2) Aukin samvinna við:
- a. Ráðgjafastofu heimilanna - mögulegur stuðningur við núverandi þjónustu þeirra í formi fjármagns til að ráða inn fleiri fjármálaráðgjafa og hugsanlega sálfræðing/félagsráðgjafa. Ráðgjafastofa heimilanna er vel þekkt úrræði og líklegt að margir leiti þangað.
- b. Heilsugæslu - aðstoð við fólk vegna áfalla/kvíða/þunglyndis
- c. Vinnumálastofnun - aðstoð við fólk vegna atvinnuleysis
- d. Rauða krossinn - aðstoð við fólk vegna áfalla/sjálfsvígshugsana
- e. Stéttarfélög
3) Bætt aðgengi að ráðgjafaþjónustu þjónustumiðstöðva borgarinnar
- a. Hver þjónustumiðstöð skapar aukið svigrúm til að taka á móti íbúum með því að skoða sitt innra skipulag og forgangsraða, breyta vinnulagi, draga úr teymisvinnu og fundasetu.
- b. Efling símsvörunar á þjónustumiðstöðvum - fá símaver borgarinnar í lið með okkur
- c. Leiðbeiningar til þjónustuvers um hvert skal vísa fólki í vanda
4) Efling ráðgjafar
- a. Nýr þjónustuhópur: Mögulegt er að til þjónustumiðstöðva leiti fólk sem ekki hefur gert það áður. Líklegt að þessir aðilar hafi orðið fyrir alvarlegum fjárhagslegum áföllum og glími við úrlausn þeirra.
- i. Sérstök áfallahjálp - nauðsynlegt getur verið að bregðast hratt við í fyrstu, en vísa fólki síðan til lengri tíma aðstoðar.
- ii. Sálfræðiráðgjöf/félagsráðgjöf - eftir fyrsta áfallið þarf fólk hugsanlega að horfast í augu við breytt lífskjör til lengri tíma. Langtímaálag getur valdið margvíslegum félagslegum erfiðleikum hjá fjölskyldum. Líklegt er að efla þurfi þessa ráðgjöf, með áherslu á fullorðinsaðstoð.
- b. Núverandi þjónustuhópur:
- i. Aukin streita og álag í samfélaginu getur haft mjög neikvæð áhrif á einstaklinga og fjölskyldur sem viðkvæmar eru fyrir eða glíma við einhverskonar vanda. Mikilvægt er að starfsmenn haldi vöku sinni fyrir þessum hópi og bregðist við með auknum stuðningi ef á þarf að halda.
- ii. Þegar álag eykst getur soðið upp úr á milli nágranna/þjóðfélagshópa - sáttamiðlun gæti reynst nauðsynleg
5) Endurskoðun aðstoðar m.t.t. núverandi aðstæðna
- a. Starfshópar sem eru að störfum um endurskoðun fjárhagsaðstoðarreglna og húsnæðismála hraði sinni vinnu m.t.t. núverandi aðstæðna
6) Kortlagning úrræða og tilboða
- a. Margvísleg úrræði og tilboð eru í gangi um þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur í vanda. Mikilvægt er að kortleggja þessi úrræði og tilboð og upplýsa starfsmenn sem geta komið þeim upplýsingum áfram til þeirra sem á þurfa að halda.
7) Nýting núverandi úrræða
- a. Margvísleg námskeið um fjármál,uppeldi og sjálfsstyrkingu hafa verið haldin í tengslum við þjónustumiðstöðvar og á þeirra vegum. Hugsanlegt er að veita auknu fjármagni til að styrkja slík námskeið og auka þannig framboð og aðgengi að þeim.
8) Stuðningur við starfsfólk sviðsins
- a. Starfsfólk velferðarsviðs er ekki undanskilið því að lenda í fjárhagserfiðleikum vegna efnahagsástandins. Vísað til einstakra stjórnenda að fylgjast vel með sínu fólki.
- b. Almennar aðgerðir til að efla jákvæðan starfsanda og samhug.
- c. Hver vinnustaður hugi að því hvernig brugðist er við þeim áskorunum sem framundan eru og því aukna álagi sem líklegt er að fylgi á starfsfólk. Til að tryggja góðan árangur þarf starfsfólki að líða vel.
- d. Mannauðsskrifstofa hefur þegar unnið drög að aðgerðum sem snúa að starfsfólki
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:21 | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar