7.10.2008 | 21:22
Við munum standa vörð um grunnþjónustuna
Í dag var kynnt í borgarstjórn aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar við því ástandi sem nú er uppi í efnahags-, atvinnu- og fjármálalífi þjóðarinnar. Alvarleg staða á alþjóðlegum fjármála- og lánamörkuðum, minnkandi tekjur borgarinnar, aukinn kostnaður og fjöldi vísbendinga um þrengingar í fjármálum sveitarfélaga, fyrirtækja og heimila, kalla á skýr skilaboð um meginlínur og markmið í viðbrögðum borgarinnar. Farið var yfir það hvernig við ætlum að standa vörð um grunnþjónustuna og gera allt sem í okkar valdi stendur sem kjörinna fulltrúa til þess að auka ekki á vanda fjölskyldna í borginni.
Meginmarkmið Reykjavíkurborgar við þær aðstæður, sem nú eru uppi, verða ábyrg fjármálastjórn, stöðugleiki í rekstri og trygging öflugrar grunnþjónustu fyrir íbúa. Jafnframt mun starfshópur borgarstjórnar um fjármál borgarinnar hafa náið samráð við ríkisstjórn, önnur sveitarfélög, stéttarfélög starfsfólks Reykjavíkurborgar og aðra viðsemjendur á vinnumarkaði.
Starfshópurinn mun starfa út kjörtímabilið með það að markmiði að standa vörð um hagsmuni fjölskyldna, fyrirtækja og öfluga þjónustu við borgarbúa við núverandi aðstæður. Sátt hefur náðst milli meirihluta og minnihluta borgarstjórnar um þær megináherslur sem hér eru kynntar, enda telur borgarstjórn nauðsynlegt að starfa náið saman við þær aðstæður sem nú eru uppi.
Grunnþjónusta við íbúa varin og gjaldskrár óbreyttar
- Þrengri fjárhagsstöðu verður að svo stöddu ekki mætt með hækkunum á gjaldskrám fyrir grunnþjónustu eða skerðingu á þeirri þjónustu sem íbúar vænta frá leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og almennri velferðarþjónustu.
- Engin áform eru um uppsagnir starfsfólks, en dregið verður úr kostnaði og nýráðningum í stjórnsýslu borgarinnar.
- Fjárheimildir sviða verða að jafnaði ekki auknar á árinu 2008 þrátt fyrir vaxandi verðbólgu, en útgjöld endurskoðuð með það að markmiði að ná fram sparnaði og samhæfingu í stjórnkerfinu.
- Stóraukins aðhalds verður gætt í innkaupum og stefnt að 15% sparnaði í þeim á næstu mánuðum og árum.
- Leitast verður við að tryggja fjármögnun fyrir nauðsynlegum framkvæmdum. Forgangsröðun framkvæmda verður endurskoðuð en framkvæmdum eða verkefnum, sem geta beðið eða kalla á aukinn rekstrarkostnað, verður frestað eða dregið úr kostnaði vegna þeirra. Við ofangreint mat verði jafnframt tekið mið af áhrifum á atvinnustig.
- Haldið verði áfram viðræðum við ríkisvaldið um að framkvæmdaáætlanir vegna brýnna samgönguverkefna standi, samhliða því sem lögð er áhersla á mikilvægi aðkomu ríkisvaldsins að rekstri almenningssamgangna.
- Gerð verður áætlun um sölu eigna sem verður lögð fram samhliða fjárhagsáætlun. Þar skal gera ráð fyrir sölu eigna sem nemur að lágmarki 1 milljarði króna á ársgrundvelli, að því gefnu að fyrir fáist ásættanlegt verð.
- Reglum um greiðslukjör lóða verður breytt til að bjóða íbúum hagkvæmari greiðslukjör vegna lóðakaupa í Reykjavík. Eftirspurn eftir lóðum verður áfram mætt, en aukin áhersla verður á uppbyggingu á svæðum þar sem innviðir og þjónusta eru þegar fyrir hendi.
- Efnt verði til samráðs við ríki og sveitarfélög um leiðir til að efla almennan og félagslegan leigumarkað.
- Reynsla borgarinnar af grænum langtímasparnaði verður nýtt með lækkun kostnaðar, bættri orkunýtingu, vistvænum innkaupum og nýjum umhverfisvænum lausnum.
- Ráðgjöf og velferðarþjónusta sem veitt er í þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar til að leiðbeina einstaklingum og fjölskyldum verður efld.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:26 | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar