28.9.2008 | 23:40
Þróttur – Þróttur – Þróttur
Þróttur - Allra meina bót
Holl og góð hreyfing skiptir okkur öll miklu máli, það að hreyfa sig reglulega og halda sér í formi er nokkuð sem okkur ber skylda til að gera. Við fáum bara einn líkama og við þurfum að halda honum í formi annars slappast hann og grotnar niður fyrir aldur fram. Við erum afar misjöfn að upplagi en þau okkar sem hafa stundað íþróttir af krafti á unga aldri eigum það flest sameiginlegt að hafa innbyggða þörf fyrir að hreyfa okkur.
Þá komum við að því sem mig langar að koma á framfæri með þessari grein, mikilvægi þess að foreldrar hvetji börn sín til íþróttaiðkunar og taki þátt með þeim.
Þróttur - Forvarnagildi íþróttaiðkunar
Regluleg íþróttaiðkun hefur sannað gildi sitt. Rannsóknir sýna að börn og unglingar sem stunda reglulega íþróttir og eru í skipulögðu íþrótta- og félagsstarfi byrja seinna að nota áfengi, nota síður tóbak og neyta síður annarra vímuefna en jafnaldrar þeirra.
Góður félagsskapur og skemmtun eru helstu atriðin sem hvetja krakka til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Aðstaða og framboð til slíks starfs er víða gott og verður að segja að aðstaðan hjá Þrótti er á margan hátt góð. Þó vildum við gjarnan hafa okkar eigið æfingahús, enda fjölgar stöðugt iðkendum barna hvort heldur er í handbolta, knattspyrnu, blaki eða körfubolta.
Æfingatöflur deildanna liggja nú fyrir og má sjá þær inn á www.trottur.is Þar eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við reynum eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir deilda fyrir æfingatíma, en því miður þá eru tímar af skornum skammti og því ekki hægt að gera öllum til hæfis.
Á síðasta forvarnardegi voru unglingar spurðir um margt sem við kom þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi og samveru fjölskyldunnar. Það kom greinilega fram í svörum þeirra að þeim fannst vanta framboð og aðstöðu fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf þar sem fjölskyldan öll getur tekið þátt. Áhersla á keppni í íþróttum finnst mörgum þeirra vera of mikil, en öðrum of lítil og er það sannkallaður línudans fyrir þjálfara og forystumenn íþróttafélaga að hafa jafnvægi í því. Samvinna milli aðila sem sjá um skipulagningu íþrótta- og æskulýðsstarfs hefur aukist og allt félagsstarf er orðið virkara, öflugra og fjölbreyttara en áður var. Auglýsingar um mikilvægi íþróttaiðkunar hafa aukist og umræðan um jákvæð tengsl milli skipulagðs íþrótta- og æskulýðsstarfs og minni neyslu vímuefna hefur farið hátt.
Það er nauðsynlegt að vekja foreldra til umhugsunar um mikilvægi íþróttaiðkunar. Foreldrar geta haft mikil áhrif á íþróttaiðkun barna sinna og hvatning frá heimilinu getur skipt sköpum hvað það varðar. Kostnaður við hópíþróttir eins og stundaðar eru hjá Þrótti er afar sanngjarn og með tilkomu Frístundakortsins hefur fólki verið gert auðveldara um vik að styðja börn sín til íþróttaiðkunar.
Þróttur - Handboltinn og blakið að fara á fullt
Nú er fótboltinn kominn í stutt hlé og hefjast æfingar ekki aftur þar fyrr en um miðjan október. Handboltinn og blakið eru hins vegar komin á fullt og mikið starf framundan í vetur. Yngri flokkar í handknattleiknum taka þátt í mörgum mótum og er nú nýlokið skólamóti sem var haldið um síðustu helgi og tókst með miklum ágætum. Þrótti vantar tilfinnanlega æfingahús til þess að geta sinnt þessum tveimur íþróttagreinum af meiri krafti enn áður. Auk þess sem þess konar hús gæti nýst skólunum í kringum dalinn. Handboltinn er að springa út og ljóst að áhuginn hefur aldrei verið meiri, silfrið á ólympíuleikunum hefur svo sannarlega haft sitt að segja þar. Í handboltanum spila allir yngri flokkarnir í efstu deild og munu einhverjir flokkar vera að berjast um Íslandsmeistaratitil í vetur. Það er mikilvægt að hlúa vel að starfi Handknattleiksdeildarinnar og standa undir væntingum nýrra iðkenda til þess að halda þeim hjá félaginu. Hver einasti iðkandi skiptir máli.
Þróttur - Styðjum börnin okkar
Ágætu foreldrar, hjá Þrótti er öflugt íþróttastarf, en Þróttur er ekki bara íþróttastarf, Þróttur er miklu miklu meira. Þróttur er félagsmiðstöð, Þróttur er samnefnari hverfisins og að auki er hann fullur af skemmtilegum foreldrum og skemmtilegu foreldrastarfi. Til þess að starfið gangi vel er þörf fyrir alla sem vilja og hafa áhuga á að leggja félaginu lið. Í hverjum einasta flokki í hverri einustu deild er foreldraráð sem sér um mót, fjáraflanir, myndatökur, vefsíður, búninga og fleira. Íþróttastarf eins og þetta er mögulegt vegna þess að allir taka þátt - ungir sem aldnir -
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar