21.8.2008 | 10:33
Leitum nýrra leiða við sorphirðu
Sorphirða í Reykjavík hefur verið rekin um árabil með svipuðum hætti og lítilla nýjunga gætt í því. Bláa tunnan kom nýverið til sögunnar, en þar var borgin að elta einkaaðila. Nú stendur til að bjóða út 20% sorphirðu í Reykjavík og tel ég það strax vera mikið framfaraskref. Ég hef löngum undrast það að ekki séu settar ákveðnari reglur varðandi sorphirðu, þar sem gler, pappír, plast og fleira er sótt heim og fólki gert að flokka ruslið sitt miklu betur en gert er í dag. Þegar ég var í Þýskalandi fyrir 17 árum síðan var þegar byrjað að flokka rusl og öll heimili voru með þrískiptar ruslafötur í eldhússkápnum. Þegar ruslið var hirt var kíkt í pokana og ef þú hafðir ekki flokkað var ruslið einfaldlega ekki tekið. Við þurfum að vera miklu meðvitaðri um það hverju við hendum frá okkur. Það er flókið að þurfa að koma ruslinu frá sér og tel ég einu raunhæfu leiðina vera að sækja flokkaða ruslið heim. Það er ekki nóg að flokka pappír við getum gert betur en það, gler og plast er til að mynda alveg tilvalið að sækja líka. Ég tel afar jákvætt að leitað sé nýrra leiða við sorphirðu og vil gjarnan sjá meiri nýbreytni í þeim málaflokki. Það er jákvætt að farið sé í tilraun sem þessa sem gefur mikilvægar upplýsingar um möguleika fyrirtækja til að veita þessa þjónustu. Með útboði má reyna að fá fram nýja hugsun hvað varðar sorphirðu. Það er mikilvægt að þau fyrirtæki sem bjóða í þjónustuna fái svigrúm til þess að bjóða upp á nýjungar tengdar sorphirðunni.
Í þessari tillögu er talað um útboð á 20% sorphirðu í Reykjavík til þriggja ára. Með þessu verkefni fæst dýrmæt reynsla og þekking til þess að byggja á til frambúðar.
Þessi pistill birtist undir flokknum "Álit" í 24-stundum í dag
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.8.2008 kl. 09:46 | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nauðsynlegt að flokka sorpið, en er það ekki hægt nema að bjóða 20% sorphirða út?
Almenningssamgöngur og sorphirða eru verkefni sveitarfélaganna.
Heidi Strand, 21.8.2008 kl. 13:15
Persónulega hef ég ekkert á móti því að bjóða út hina ýmsu þjónustu borgarinnar, þarf bara að gæta þess sérstaklega að um verði að ræða að minnsta kosti jafn góða þjónustu og betra verð. Þ.e.a.s. lægri kostnað fyrir borgarbúa.
Eins og kom fram í samtölum við núverandi flokkstjóra í umhverfisdeild borgarinnar óttast menn þar að um verði að ræða sambærilegt þjónustustig í borginni eftir útboð eins og hefur verið komið á í einhverjum nágranna sveitarfélögum okkar, þar sem sorpið er tekið á 10 daga fresti í stað 7 daga eins og er í Reykjavík í dag.
En hvers vegna ekki að fá Mosfellsbæ, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð með í lið og spara verulega í sorphirðu með einu stóru apparati sem sér um þjónustuna?
Baldvin Jónsson, 21.8.2008 kl. 19:39
Það er mjög hæpið að borgarbúar græði á þessu útboði. Kostnaður við útgerð öskubíla lækkar ekki um 20% við 20% fækkun bíla.
Vil ég benda á bloggfærslu Kristins Sigurjónssonar, hversu hæpið er að bjóða út svona sérhæfan rekstur.
Sturla Snorrason, 21.8.2008 kl. 20:47
Fjarlægðin gerir fjöllin blá. En ég hef ekki oft heyrt talað um að hægt sé að vænta sama aga af Íslendingum eins og Þjóðverjum er eðlilegur.
Ég mynnist væntinganna sem pólitíkusar teiknuðu upp þegar pósturinn var gerður að sjálfstæðu hlutafélagi. Fyrir þá breytingu höfðum við hér í Breiðholtinu (yfir 20.000 manna byggð) eitt þokkalegt pósthús. Eftir breytinguna höfum við einungis lítið horn í versluninni Nettó í Mjódd, þar sem viðskiptavinir póstsins geta tekið sér stöðu í röð viðskiptavina verslunarinnar til að fá afgreiðslu.
Einnig væri afar upplýsandi fyrir þig að skoða eigendur og áreiðanleika fyrirtækja sem Íslandspóstur semur við um póstflutninga út á land; t. d. á Norðurlandið. Það er ekki mikil ábyrgð eða eftirfylgni um góða og trausta þjónustu sem fylgir samningum við eins manns fyrirtæki, þar sem eigandinn er ekki einu sinni búsettur á landinu.
Við höfum margar útgáfur af einkavæðingu. En getur þú tilgreint með rökum einhverja einkavæðingu sem skilað hefur betri, ódýrari og traustari þjónustu en var fyrir einkavæðinguna ???
Það væri gagnlegt innlegg varðandi spurninguna hvort einkaaðilar muni skila betri og traustari þjónustu en núverandi sorphirða gerir.
Guðbjörn Jónsson, 21.8.2008 kl. 22:39
Það er auðvelt að bjóða út en það hefur verið afar klént, að fylgjast með útboðunum, þ.e. að verktaki, skili verkkaupa því sem um er samið.
Þess vegna er ég á móti því, að grunnstarfsemi sveitafélaga, (sú starfsemi, sem sveitafélög eru í grunninn stofnuð utanum) Sé um of laus í hendi sveitastjórna.
Ein bágbiljan, sem EES bullið heffur sturtað yfir okkur er einmitt þú, að ,,Samkeppnishæfi" s+é raskað, ef hið opinbera stundar eitthvaerja þjónustu, við sína íbú, hvort heldur er um að ræaða grunnþjónustu, svo sem lánveitingar til íbúðarhúsnæðis eða aðgengi að auglýsingum, bæði opinberra og almennra.
Það Á ekki að vera starf Sjálfstæðismanna, að neyða nokkurn mann til að skipta við þann sem hann VILL ekki en það væri gert með sumu af því sem okkar formaður hefur boðað.
Vonandi verðu hægt að koma vitinu fyrir hann á næsta Landsfundi.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 22.8.2008 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.