Tillaga að Þjónustusíma

Tillaga um Þjónustusíma var samþykkt samhljóða í Velferðarráði þann 25. júlí.  Tillagan ásamt greinagerð fylgir hér með:

 

Tillagan

Velferðarráð samþykkir að vinna að undirbúningi þjónustusíma fyrir allt að 3000 notendur.  Þjónustusími er afar mikilverð nýjung sem verður órjúfanlegur hluti af heildstæðri heimaþjónustu þegar litið er til nánustu framtíðar þar sem hann gefur möguleika á að fylgjast með líðan þjónustuþega í gegnum gagnvirk fjarskipti. Unnið verði að þjónustusímanum samhliða og með þeim aðilum sem koma að sameiningu heimahjúkrunar og heimaþjónustu. Markmiðið er að þjónustusíminn taki til starfa um leið og önnur heildstæð heimaþjónusta um næstu áramót.

Lagt er til varðandi þann hóp sem þegar er með öryggissíma að þeim standi til boða áfram-haldandi þjónusta á 1.900 kr. á  mánuði.  Á undirbúningstíma verði gerð tilraun í þeim hópi sem þegar er kominn með öryggissíma. Valdir verði 10-15 notendur sem boðin verði gagnvirk þjónusta þ.e. að hringt verði í þá einu sinni á sólarhring. Þar gæti eftirfarandi m.a. verið kannað með spurningum í samtali; lyfjagjöf, fótaferð, heilsa, næring, hreinlæti og félagsleg líðan. Lagt er til að ekki komi til gjaldtöku í þessu tilraunaverkefni. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar 2008.

 

Greinargerð.

Þjónustusími

Lagt er til að breytt verði um heiti á þjónustunni og í stað Öryggissíma verði notað heitið Þjónustusími. Tilraunaverkefnið sýndi að fólk notaði símann eingöngu sem neyðarhnapp, ekki þjónustuhnapp, en neyðarhnappur er þekkt vara og erfitt reyndist að útskýra þessa þjónustunýjung fyrir notendum.

 

Markmið

Markmið með starfrækslu Þjónustusíma er að hér sé um viðbótarþjónustu að ræða sem verði enn einn hlekkur í þeirri þjónustukeðju sem verið er að byggja upp til að styðja fólk til að búa sem lengst á eigin heimili.  Þjónustusíminn styðji við Heimahjúkrun og heimaþjónustu og verði nátengdur/samtengdur þeirri þjónustu, eins og öryggissíminn var, enda byggir þjónustusíminn á reynslunni af öryggissímanum.  Einstaklingurinn getur sótt um sjálfur eða verið vísað í úrræðið. Næg ástæða umsóknar er að einstaklingurinn finni fyrir öryggisleysi. Hér er m.ö.o. ekki um neyðarsíma að ræða heldur þjónustusíma sem hægt er að hringja í með fyrirspurnir, s.s. um þjónustu og eins vegna óöryggis/vanlíðunar og einnig í neyðartilvikum. Því er ætlunin að einstaklingurinn þurfi ekki að uppfylla sérstök skilyrði til að fá þjónustusímann, nægilegt er að hann finni til óöryggis.  Þessi tillaga að markhópi byggir m.a. á niðurstöðum tilraunaverkefnis um Öryggissíma sem sýndu að markhópur þjónustunnar var of þröngt skilgreindur og einnig á skoðun á sambærilegri þjónustu erlendis.

 

Kynning

Ætlunin að fara í kynningarátak þar sem kynnt verður markmið og virkni Þjónustusímans. Velferðarsvið ber ábyrgð á kostnaði við átakið. Reynslan af tilraunaverkefninu um Öryggissíma sýndi að fólk sá Öryggissímann fyrst og fremst og nær eingöngu sem neyðarhnapp, þrátt fyrir kynningu á þjónustunni meðal notenda símans.

 

Upplýsingar

Notandi þjónustunnar þarf að veita upplýsingar/veita aðgang að upplýsingum um hagi sína til að hægt sé að skrá þær upplýsingar um einstaklinginn sem þörf er á svo að hægt sé að bregðast við erindum. Samstarf þarf því að vera við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins/Miðstöð Heimahjúkrunar um það.  

 

Mismunandi þjónustustig

Í framtíðinni verði gerð áætlun um mismunandi þjónustustig. Hugsanleg þjónustustig væru 1) símtæki, 2) öryggishnappur, 3) frekari öryggistæki s.s. skynjarar í svefnherbergjum/snyrtingum. Þjónustan yrði m.ö.o. aukin með aukinni þjónustuþörf. Einnig er hugsunin að þróa meiri gagnvirkni milli þjónustuaðila og notanda. Með þessum aðgerðum getur þjónustusíminn komið í stað innlits þegar við og verið virkt eftirlitstæki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband