Tilkynning sem ég sendi á alla fjölmiðla í dag

Í kjölfar umræðna um samning Velferðasviðs við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun um áfangaheimili fyrir einstaklinga eftir meðferð, var óskað eftir áliti frá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar.   Það álit liggur nú fyrir og staðfestir að sú ákvörðun var bæði rétt og eðlileg að öllu leyti.  

Það er þannig mat Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar að ganga skuli til samninga við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun um áfangaheimili fyrir einstaklinga eftir meðferð, enda hafi þeir í raun verið með hagkvæmasta tilboðið. Þessi niðurstaða er í samræmi við álit sérfræðinga og   fagfólks á Velferðasviði og niðurstöðu Velferðarráðs, sem réðst bæði af því hversu hagstætt tilboðið var en einnig af því að í því felst betri þjónusta við skjólstæðinga heimilisins en annars var völ á. Heilsuverndarstöðin bauð húsnæði undir heimilið og lagði fram mjög mótaðar faglegar tillögur að þeirri þjónustu sem boðin verður á heimilinu. Hugmyndafræði þeirra fellur sérstaklega vel að hugmyndafræði Velferðarsviðs, fagleg breidd er mikil og meiri en hjá öðrum bjóðendum. Tengsl við atvinnulífið og starfsþjálfunarhugmyndir eru auk þess nokkuð sem Heilsuverndarstöðin bauð umfram aðra bjóðendur.   Innri endurskoðun staðfestir þetta afdráttalaust eftir að hafa farið vandlega yfir málið.

Álit innri endurskoðunar vísar einnig alfarið á bug þeim ásökunum sem undirrituð hefur þurft að þola frá borgarfulltrúa Þorleifi Gunnlaugssyni vegna þessarar ákvörðunar. Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi og fyrrverandi stjórnarmaður SÁÁ, sem bauð í umrædda þjónustu,   kaus að draga í efa heilindi mín í þessu máli með dylgjum um hagsmunaárekstra sem ekki á við nokkur rök að styðjast.   Innri endurskoðun hefur nú staðfest að aðdróttanir borgarfulltrúans voru með öllu rangar, þar sem ljóst sé að ég á í þessu máli engra hagsmuna að gæta og hef engin fjárhagsleg tengsl við fyrirtækið   Heilsuverndarstöðin/Alhjúkrun ehf.  

Ég mun hér eftir sem hingað til vinna að velferð borgaranna og hvika hvergi í því.   Þetta er viðkvæmur málaflokkur og mikilvægt að Velferðarráð og Velferðarsvið vinni saman að lausnum til handa okkar verst stöddu einstaklingum og styðji við þá með ráðum og dáð.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband