11.6.2008 | 23:38
Tilkynning sem ég sendi á alla fjölmiðla í dag
Það er þannig mat Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar að ganga skuli til samninga við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun um áfangaheimili fyrir einstaklinga eftir meðferð, enda hafi þeir í raun verið með hagkvæmasta tilboðið. Þessi niðurstaða er í samræmi við álit sérfræðinga og fagfólks á Velferðasviði og niðurstöðu Velferðarráðs, sem réðst bæði af því hversu hagstætt tilboðið var en einnig af því að í því felst betri þjónusta við skjólstæðinga heimilisins en annars var völ á. Heilsuverndarstöðin bauð húsnæði undir heimilið og lagði fram mjög mótaðar faglegar tillögur að þeirri þjónustu sem boðin verður á heimilinu. Hugmyndafræði þeirra fellur sérstaklega vel að hugmyndafræði Velferðarsviðs, fagleg breidd er mikil og meiri en hjá öðrum bjóðendum. Tengsl við atvinnulífið og starfsþjálfunarhugmyndir eru auk þess nokkuð sem Heilsuverndarstöðin bauð umfram aðra bjóðendur. Innri endurskoðun staðfestir þetta afdráttalaust eftir að hafa farið vandlega yfir málið.
Álit innri endurskoðunar vísar einnig alfarið á bug þeim ásökunum sem undirrituð hefur þurft að þola frá borgarfulltrúa Þorleifi Gunnlaugssyni vegna þessarar ákvörðunar. Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi og fyrrverandi stjórnarmaður SÁÁ, sem bauð í umrædda þjónustu, kaus að draga í efa heilindi mín í þessu máli með dylgjum um hagsmunaárekstra sem ekki á við nokkur rök að styðjast. Innri endurskoðun hefur nú staðfest að aðdróttanir borgarfulltrúans voru með öllu rangar, þar sem ljóst sé að ég á í þessu máli engra hagsmuna að gæta og hef engin fjárhagsleg tengsl við fyrirtækið Heilsuverndarstöðin/Alhjúkrun ehf.
Ég mun hér eftir sem hingað til vinna að velferð borgaranna og hvika hvergi í því. Þetta er viðkvæmur málaflokkur og mikilvægt að Velferðarráð og Velferðarsvið vinni saman að lausnum til handa okkar verst stöddu einstaklingum og styðji við þá með ráðum og dáð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.