20.5.2008 | 21:56
Breyting á félagslega leiguíbúðakerfinu
Almennum niðurgreiðslum Reykjavíkurborgar til Félagsbústaða hf vegna félagslegs leiguhúsnæðis verður breytt í persónubundinn stuðning þ.e. sérstakar húsaleigubætur fyrir leigjendur hjá Félagsbústöðum. Breytingin mun öðlast gildi um mánaðamótin maí-júní næstkomandi.
Biðlisti eftir félagslegu leiguhúsnæði hefur farið vaxandi mörg undanfarin ár. Sérstakar húsaleigubætur voru teknar upp árið 2004 og hafði þau áhrif að biðlistinn styttist töluvert, en síðan þá hefur fjöldinn á biðlista efir félagslegu leiguhúsnæði farið vaxandi og eru nú rétt um 800 manns á bið eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík. Starfshópur um sérstakar húsaleigubætur lagði til árið 2003 að gildistaka sérstakra húsaleigubóta yrði í tveimur áföngum. Fyrri áfanginn tók gildi þann 1. mars 2004 og náði til þeirra er sækja um úrbætur í húsnæðismálum hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík og uppfylla ákveðin skilyrði varðandi félagslega og fjárhagslega stöðu. Í þeim áfanga var miðað við að stuðningur við þá er sækjast eftir leiguhúsnæði á almennum markaði yrði sambærilegur við niðurgreiðslu Reykjavíkurborgar á leigu hjá Félagsbústöðum hf. Seinni áfanginn miðaði við að teknar yrðu upp sérstakar húsaleigubætur hjá leigjendum Félagsbústaða hf og vann sérstakur starfshópur að því frá því síðla árs 2004 fram á árið 2005. Ekki var tekin ákvörðun þá um að ráðast í breytingarnar þá, en skipaður var nýr starfshópur um málið í apríl 2007 sem starfað hefur síðan og er vinna hans að skila þessum niðurstöðum nú. Félagslegt leiguhúsnæði er takmörkuð gæði og mikilvægt að þessi takmörkuðu gæði nýtist þeim sem mest þurfa á að halda meðan fjárhagsleg og félagsleg staða er erfiðust.
Greiðslubyrði leigjenda mun breytast hjá sumum leigjendum Félagsbústaða og hafa mismunandi áhrif eftir stöðu leigjenda. Hjá sumum mun greiðslubyrði hækka, en hjá fleirum mun hún lækka. Hjá þeim leigjendum þar sem greiðslubyrði mun hækka meira en 5000.- á mánuði verður gripið til sérstakra aðgerða til að leita lausna fyrir þá sem ekki geta staðið undir aukinni greiðslubyrði. Þeir leigjendur fá boð um viðtal hjá ráðgjafa á þjónustumiðstöð þar sem m.a. verður boðinn milliflutningur innan íbúða Félagsbústaða þar sem það á við og einstaklingum verður boðið að kaupa íbúðina þar sem það á við. Gert er ráð fyrir 6-12 mánaða aðlögunartíma að breytingunum fyrir þennan hóp.
Eins og áður segir mun greiðslubyrði leigjenda taka mið af persónubundnum aðstæðum hverju sinni. Breytingin mun koma til framkvæmda um mánaðamótin maí-júní. Sérstakar húsaleigubætur eru reiknaðar sem ákveðið hlutfall af almennum húsaleigubótum, þó geta húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur aldrei numið hærri upphæð en 70 þúsund krónum á mánuði og aldrei farið yfir 75 prósent af leigufjárhæð.
Með þessari breytingu verður stuðningurinn réttlátari, gagnsærri og skilvirkari en hann hefur verið og mun taka mið af aðstæðum hverju sinni. Leigan dreifist með sanngjarnari hætti og þannig tekst betur að koma til móts við þá sem lakar standa að vígi fjárhagslega. Þá verður með þessari breytingu betri nýting á leiguhúsnæði Félagsbústaða, þ.e. fjölskyldustærð og stærð íbúðar munu haldast betur í hendur og þessi breyting mun hafa í för með sér aukinn hvata fyrir leigjendur að leita annarra húsnæðislausna um leið og aðstæður batna sem aftur felur í sér að þau gæði sem felast í félagslegu leiguhúsnæði geta nýst fleiri einstaklingum/fjölskyldum í erfiðum aðstæðum.
Þessi grein hefur áður birst í Morgunblaðinu
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott mál að skýra þessar þörfu breytingar.
Sigurður Þórðarson, 21.5.2008 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.