Búseta eldri borgara - þjónustuna heim

 

Aukin þjónusta

Í starfsáætlun Velferðarsviðs fyrir árið 2008 kemur fram pólitísk áhersla meirihluta borgarstjórnar á samþættingu, uppbyggingu og aukna þjónustu við aldraða og fatlaða í heimahúsum. Við leggjum ríka áherslu á þessa þætti í þriggja ára áætlun sem var til umræðu í Borgarstjórn Reykjavíkur þann 5. mars síðastliðinn. Meðal þess sem stendur til er að auka fjármagn til heimaþjónustu um 250 milljónir króna.

 

Á réttri leið

Af nýútkominni skýrslu OECD má glöggt ráða að hugmyndir okkar og ákvarðanir í málefnum eldri borgara eru réttar - við eigum að leggja enn frekari áherslu á að nóg sé til af sérhönnuðum íbúðum fyrir þennan hóp í tengslum við hjúkrunarheimili og þjónustu. Þetta er einmitt það sem við höfum verið að gera og við hyggjumst halda áfram á sömu braut. Hafið er mikið átak í húsnæðismálum aldraðra og við höfum þegar sett í gang uppbyggingu á tveimur nýjum félags- og þjónustumiðstöðvum við Sléttuveg og Spöng auk yfir 200 þjónustuíbúða í tengslum við þær. Nú þegar höfum við skrifað undir viljayfirlýsingu um að veita Samtökum aldraðra lóð við Sléttuveg og verður gengið frá úthlutun á henni innan tíðar. Í farvatninu er einnig úthlutun lóða til Félags eldri borgara bæði við Gerðuberg og í Suður Mjódd. Beðið er samþykkis nýs deiliskipulags til þess að hægt verði að úthluta þeim lóðum. Auk þessa er verið að skoða hvar SA geti fengið aðra lóð til uppbyggingar fleiri íbúða og er t.d. horft til miðsvæðis Úlfarsárdalsins í því samhengi.

 

Meira en steinsteypa

Við höfum ekki einungis gert átak í búsetuuppbyggingu því við höfum líka skoðað fleira sem hægt er að gera til að auðvelda einstaklingum að búa heima.

  • Við fórum af stað með tilraunaverkefni um öryggissíma til sex mánaða hjá hundrað einstaklingum. Sú tilraun hefur gengið vel og er nú verið að skoða með hvaða hætti við höldum áfram með þá þjónustu.
  • Við erum í tilraunarverkefni við að aðstoða 5 einstaklinga sem eru á bið eftir þjónustuíbúð við að gera breytingar á íbúðum sínum svo þeir geti áfram búið heima.
  • Við skrifuðum undir forvarnarsamning við Forvarnarhús Sjóvá um fræðslu til aldraðra um hættur í heimahúsum. Auk þess mun Forvarnarhús Sjóvá taka út nýbyggðar íbúðir ætlaðar eldri borgurum.

 

Sameining þjónustunnar

Sennilega er þó það mikilvægasta ótalið, en það eru viðræður okkar við Heilbrigðisráðuneytið um að sameina heimahjúkrun og heimaþjónustu. Með því að sameina þjónustuna teljum við að megi ná fram samfelldari, einfaldari og betri þjónustu við þjónustuþega. 

Það komst loks skriður á það mál síðastliðið sumar með nýjum vindum í Heilbrigðisráðuneytinu, en því er ekki að leyna að okkur hafði ekki tekist að fá fund með fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Nú er umhverfið annað og mikill vilji af hálfu ríkis og borgar til þess að við látum sameiningu heimahjúkrunar og heimaþjónustu verða að veruleika. Velferðarsvið og Heilbrigðisráðuneytið funda nú vikulega um það hvernig best sé að sameina þessar þjónustur og ráðinn hefur verið verkefnastjóri í fullt starf til Velferðarsviðs til þess að vinna að sameiningunni. Auk þess vinnur verkefnastjóri á vegum Heilbrigðisráðuneytisins að þessum málum. Það er að mörgu að hyggja og mikilvægt að vel takist til. Ég bind miklar vonir við að okkur takist að sameina þessar þjónustuþætti í borginni öllum þjónustuþegum til heilla og aukinna lífsgæða. Þetta er afar mikilvægt skref sem við þurfum að stíga sem allra fyrst.

Þessi grein hefur birst í Fréttablaðinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það er gott þetta mal ef satt reinist/en það þarf að breyta þarna ýmsu,Láta kné fylgja kviði og ráða nýjan mann yfir þessu öllu það er númer eitt,þessi maður sem hefur stjórnað þessu um árabil er ekki til þessa hæfur losið ykkur við hann/annars vona ek eð þetta komst á koppin allt/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 16.3.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband