Traust borgarstjórnar

Það var sérstakt að hlusta á ræður minnihlutans í borgarstjórn í gær og sérstaklega þeirra Svandísar Svavarsdóttur og Dags B. Eggertssonar.  Bæði köstuðu þau allri ábyrgð á litlu trausti borgarstjórnar yfir á okkur í núverandi meirihluta.  Þau fría sig allri ábyrgð.  Svandís fór mikinn og varpaði ábyrgðinni meðal annars á sexmenningana, eins og hún kallaði það.  

Það gleymist í þessari umræðu hvernig allt fór af stað.  -  Þegar við þessir svokölluðu sexmenningar spyrntum við fótum og vorum ekki til í þá vegferð sem við stóðum frammi fyrir síðastliðið haust hvað varðar REI, kaupréttarsamninga, 20 ára skuldbindingu OR o.fl.  Þegar við höfðum náð góðri lendingu með oddvita okkar og vorum þess fullbúin að halda áfram okkar góðu vinnu. Hverjir stukku þá í sæng með samstarfsflokki okkar? 

Hverjir höfðu farið yfir kaupréttarsamningana, gert við þá athugasemdir og lækkað tölur hér og þar? Eftir þá yfirferð minnihlutans í stjórn OR átti forstjórinn t.d. ekki að fá 100 milljónir, nei það var í lagi að hann fengi 30 milljónir. 

Auðvitað berum við öll ábyrgð á því hvernig traust almennings er til borgarstjórnar í dag.  Ég held við ættum öll að taka það alvarlega að borgarstjórn njóti svo lítils trausts.  Borgarfulltrúar verða að tala við og um hvort annað af meiri virðingu og á málefnalegri hátt en raun ber vitni.  Það er byrjunin, að við berum traust hvort til annars, þá mögulega getur almenningur lagt traust sitt á okkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband