Skáldið sem hætti að yrkja

Annað ljóð eftir frænda minn Steindór Dan Jensen.  Gaman að eiga frænda sem kann að yrkja, það eru ekki allir sem geta státað af því.

 

Hér sit ég og berst við að semja þér ljóð
og sum verða afleit og alls engin góð.
Því stórlega fátt sæmir stúlku sem þér
stúlku, sem af öllum öðrum svo ber.
Samt mun ég seint hætta að reyna.

 

Og einstaka sinnum ég hugdettu hlýt
en hugdettan fer, svo ég blýantinn brýt.
Ég finn að í hjartanu býr ást mín og þrá
þótt engu mér takist úr höfðinu að ná.
Þú veist kannski vel hvað ég meina.

 

Ég reyni að hugsa um stund mína og stað
og stundum tek pásu - læt renna í bað.
Og frasarnir myndast og fara á stjá,
en fannhvítur pappírinn bægir þeim frá.
Mér líst ekkert á þetta lengur.

 

Og stundum er bölsýnin bankar á dyr
ég blóta í hljóði og sjálfan mig spyr:
Hví get ég ei skrifað eitt skaðræðisljóð,
er skáldgáfan horfin í gleymskunnar flóð?
Er slitinn minn ljóðræni strengur?

 

Sorgbitinn arka ég örk minni frá
og aldrei mun framar með ljóðlínum tjá
ástina ljúfu sem brjóstið mitt ber,
en barnslega hjartað mitt slær handa þér.
Það hvorki er úr steini né stáli.

 

En jafnvel þótt ljólistin læðist á brott
mun lífið halda áfram jafnindælt og gott.
Ég ber ennþá innanbrjósts örlitla þrá
og ást sem ég láta mun héðan í frá
óma í óbundnu máli.

 

SDJ febrúar 2008.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband