Gervisætuefni fitandi !

Í morgunblaðinu í gær kom fram að vísindamönnum í Bretlandi hafi tekist að sína fram á gervisætuefni geti verið fitandi.  "Gerð var rannsókn á rottum sem látnar voru borða jógúrt og sýndi það sig að þær rottur sem fengu jógúrt með gervisætu borðuðu meira og þyngdust þar af leiðandi meira en þær rottur sem fengu venjulega jógúrt."

Eins og vinir mínir vita þá hef ég lengi haldið því fram að sætuefni, sykurlausir drykkir og fleira þess háttar geti jafnvel leitt til offitu.

Ég hef því miður aldrei haft neinar rannsóknir eða annað slíkt til að styðja við þessa tilgátu mína.  Engu að síður gerðist ég nú svo djörf að setja fram hugleiðingar í þessa veru í grein í Blaðinu í byrjun mars árið 2006.  Hér er hluti þeirrar greinar:

"Hugleiðingar
Ég velti því oft fyrir mér hvort það að neyta fituskertrar og sykurlausrar fæðu sé lausnin gegn offitu.  Er það ekki einmitt þannig að ef við borðum einungis sykurskert eða sykurlaust og fitusnautt þá þurfum við meira magn til þess að fullnægja þörf líkamans fyrir orku.  Getur verið að þessi orku/næringarlausi matur geti haft áhrif á það að við síðan "dettum í það"?  Hlaupum út í sjoppu á kvöldin og borðum svo yfir okkur af sælgæti eða öðrum sætindum fyrir framan sjónvarpið.  Getur verið að það sé köllun líkamans á næringu vegna þess að hann hafi einfaldlega ekki fengið næga orku yfir daginn?  Ég skal ekki segja hvort það sé svo, ég hef engar rannsóknir til þess að styðja þessar hugleiðingar mínar.  Það er þó alveg öruggt að fersk matvara er hollari en unnin og við ættum að reyna eftir fremsta megni að nota eins mikið af fersku hráefni og við mögulega getum. "

Það er vert að velta þessu fyrir sér, svo mikið er víst Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri agalega lélegur bisness fyrir dæet framleiðendur að framleiða vöru sem hjálpaði fólki að grennast.

En að öllu gamni slepptu, þá er ég sammála þessu, ég held að aspartam sé afar lélegt efni til megrunar og tel að það sé skaðlegt taugakerfinu í þokkabót, virkar svipað og msg sem margir reyna að sneiða hjá, hefur sem sé tærandi áhrif á taugakerfið, googlið excitotoxin fyrir meiri upplýsingar.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 15:19

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Hreyfing og hollt og fjölbreytt mataræði er eina alvöru lausnin við offitu að mínu mati. Það eru því miður engar skyndilausnir til í þeim efnum. Þetta snýst allt um lífstíl en ekki sykur eða sykulaust.

Steinn Hafliðason, 21.2.2008 kl. 15:41

3 Smámynd: Þórarinn Þórarinsson

Ég er alveg sammála því að flest gerviefni eru af hinu slæma, hvort sem þau heita MSG, aspartam eða eitthvað annað. Það hafa verið gerðar rannsóknir á aspartam sem styðja þá kenningu að það sé ban-eitrað, en þær hafa nánast allar verið kæfðar af stórfyrirtækjum. Engan skyldi undra að þessi skaðvaldur kemur frá BNA, við sjáum hvernig þróunin hefur verið þar.

Besta lausin til að viðhalda heilsu og formi er einföld að mínu mati, hún er sú að borða hollan og fjölbreyttan mat og borða hann í hófi, auk þess sem hvers konar hreyfing gerir öllum gott. Allar þessar öfgar í vestrænu nútímasamfélagi eru engin lausn, hætta þessu og hinu og stunda annað í óhófi. Óhert fita þarf t.d. ekki að vera óholl, hún er orkurík og nauðsynleg fyrir allskyns starfsemi í líkamanum eins og húð, hár og heila, en hún er mjög óholl í óhófi, rétt eins og flest annað, meira að segja vatn er óhollt ef drukkið er of mikið af því.

Varðandi aspartamið hins vegar þá mæli ég með að fólk verði sér út um mynd sem heitir "Sweet misery", en hún fjallar um aspartam, hvað það inniheldur og þá kvilla sem það hefur valdið í BNA, þar sem þess er neytt í miklu óhófi. Einnig er fjallað um þær rannsóknir sem gerðar hafa verið og kæfðar í framhaldinu....

Þórarinn Þórarinsson, 21.2.2008 kl. 20:21

4 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Fyrir þá sem eru áhugamanneskjur um aukaefni í matvælum vil ég benda á nokkurra daga gamla færslu mína sem heitir: Um blekkingar og ekki blekkingar í matvælaiðnaðinum. Þar er fjallað um ýmis efni í matvælum og sum þeirra koma ekki fram í innihaldslýsingu.

J. Trausti Magnússon, 21.2.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband