Eins og að hafa farið í langt frí

Síðustu dagar hafa verið undarlegir svo ekki sé meira sagt. Fyrst ber að nefna þá ákvörðun að mynda nýjan meirihluta með F-listanum. Það var ekki erfið ákvörðun, enda ég svo sem búin að vera þess fullviss lengi að Rey-listinn yrði ekki langlífur. Við eigum mikla samleið með Ólafi og F-listanum, enda Ólafur gamall flokksbróðir okkar og félagi. Eðlilega þurfti að miðla málum, en það var ekki erfitt að setja niður málefnasamning og eftir honum munum við starfa. Ég er ánægð með þessa ákvörðun okkar og er fullviss um að hún er farsæl fyrir borgarbúa.

Fimmtudagurinn 25. janúar verður lengi í minnum hafður, enda ætlaði hér allt um koll að keyra.  Sem betur fer stóðu allir heilir eftir þann dag og eru nú leikar farnir að róast. Við borgarfulltrúar sem tókum við formennsku í nefndum og ráðum erum nú að setja okkur aftur inn í störfin á sviðunum og verð ég að segja fyrir mína parta að það er ekki erfitt, eins og að koma aftur úr löngu fríi. 

Starfsmenn eiga ekki sjö dagana sæla þegar svona breytingar ganga yfir og skiptir miklu máli fyrir sviðstjóra að við göngum aftur til starfa í okkar gömlu ráð og tökum aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið.

Við gengum í gegnum erfiðan tíma hér síðastliðið haust.  Ég er þess fullviss að sú kúvending sem þá varð hafi verið sviðsstjórum og öðru starfsfólki mun erfiðari en að fá okkur aftur nú erftir svo skamman tíma sem raun ber vitni.  Það er mikilvægt að við sköpum hér festu og ró í borgarkerfinu og vonandi tekst okkur fljótt og vel að vinna aftur traust borgarbúa. Við vonumst til að verða metin af verkum okkar, við munum halda áfram þaðan sem frá var horfið og láta verkin tala.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Þetta er eflaust fjör. Ég vona að þú haldir áfram að tjá þig hér á netinu, það er stórmerkilegt hvernig stjórnmálamenn hafa miklu meiri áhuga á lýðræðinu og upplýsingaflæðinu þegar að þeir eru í stjórnarandstöðu

Pétur Henry Petersen, 29.1.2008 kl. 07:38

2 identicon

Ólafur, hvernig getur þú sagt að borgarbúar séu ekki sammála henni, ég hef spjallað við fjölda fólks og þau eru flest ánægð með núverandi meirihluta, og finnst mér afskaplega kjánalegt, þegar vitleysingar eins og þeir sem fóru á pallana á fimmtudaginn segjast vera að tala fyrir hönd borgarbúa. Sérstaklega af því að flestir eru ósáttir með hvernig mótmælin voru haldin.

Jórunn, ég styð nýskipaðan meirihluta og óska ég honum alls hið besta.

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 13:17

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Við vonumst til að verða metin af verkum okkar, við munum halda áfram þar sem frá var horfið....."

Hverskonar hótun er þetta?

Er þér ekki kunnug ástæðan fyrir því að meirihluti ykkar leystist upp og allt það klúður sem þá kom í ljós?

Unga kona! Borgarbúar vona svo sannarlega að vinnubrögð ykkar á nýbyrjuðum ferli beri í sér gæfulegri stjórnun en fyrri tilraunin bar vitni; að ekki verði hóað saman auðmönnum til að gambla með verðmætustu eign borgarinnar og gerðir við þá kaupréttarsamningar á færibandi. Og nýi borgarstjórinn skrifi ekki undir ólesna samninga barasta svona á milli þess sem hann hellir í bollana hjá bréfberunum í skemmtilegu kaffispjalli. Og að menn týni ekki mikilvægum minnisblöðum.

Ég óska ykkur velfarnaðar en frábið mér hótanir um að nú muni haldið áfram þar sem frá var horfið.

Vonandi hefur fráfarandi meirihluta tekist að leiðrétta flest það sem þið voruð búin að klúðra.

Munið bara það sem Hanna Birna sagði á fundinum fræga um það mikilvæga viðfangsefni að ná upp traustinu að nýju.

Það held ég að hafi verið skynsamlegasta setning sem lengi hefur heyrst úr Ráðhúsi Reykjavíkur.  

Árni Gunnarsson, 29.1.2008 kl. 16:57

4 Smámynd: Auðun Gíslason

75% borgarbúa styðja ekki nýja meirihlutann.  Er það ekki alveg ljóst, Ólafur Hannesson?

Auðun Gíslason, 29.1.2008 kl. 17:42

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er nú kannski kominn tími til að gera nýja skoðanakönnun. Ég gæti trúað að talsvert fleiri styðji nýja meirihlutann nú enda virðist strax komið í ljós að hann lætur verkin tala.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.1.2008 kl. 20:10

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég vona að grátlegt klúður þitt við skipan formanns barnaverndarnefndar sé ekki mælikvarði á vinnubrögð þessa meirihluta. En mörg eru málin á ekki lengi tíma.... og nú fær Óli ekki að fara og hitta hinga borgarstjórana í Skandinavíu...bara gamli góði Villi.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.1.2008 kl. 20:48

7 Smámynd: Calvín

Ég fagna því að borgarfulltrúi í meirihluta skulu hafa fyrir því að blogga fyrir almenning. Þá vona ég borgarbúa vegna að þið borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins náið að vinna vel saman og skapa liðsheild með góðum liðsanda. Hluti af því er að velja einn úr ykkar hópi sem borgarstjóraefni og talsmann í stað Vilhjálms, sem því miður er rúinn öllu trausti borgarbúa. Það er fallegt af ykkur sexmenningunum svonefndu að styðja Vilhjálm sem á allt gott skilið en hans tími er liðinn. Sjálfstæðisflokksins vegna og borgarinnar verðið þið að sameinast um arftaka. Ég veðja á Hönnu Birnu sbr. blogg mitt áðan. Gangið þið síðan á Guðs vegum.

Calvín, 29.1.2008 kl. 21:24

8 Smámynd: Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Það er rétt hjá þér að mistök voru gerð við skipan í Barnaverndarnefnd.  Þessi mistök hafa nú verið leiðrétt. Í barnaverndarnefnd verða fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins tvær úrvalskonur með reynslu og þekkingu á málaflokknum.  Önnur þeirra sálfræðingur og hin hæstaréttarlögmaður með mikla reynslu á sviði barna og sifjaréttar.

Jórunn Ósk Frímannsdóttir , 29.1.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband