16.1.2008 | 10:16
Tillögur okkar ekki sýndarfrumkvæði
Björk Vilhelmsdóttir talar um sýndarfrumkvæði Sjálfstæðismanna í grein í morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag þar sem hún gerir lítið úr tillögum sem við Sjálfstæðismenn í Velferðarráði fluttum í desember. Ég verð að lýsa undrun minni yfir skrifum hennar.
Þetta er leið okkar til að leggja fram þær tillögur sem við höfum trú á að virki til úrbóta í félagslega leiguíbúðakerfinu. Við teljum þessar þrjár tillögur vera til hagsbóta fyrir alla.
Í fyrsta lagi þá hefur ekki komið fram nein tillaga af hálfu Samfylkingar um það að fjölga leiguíbúðum.
Í öðru lagi þá hefur ekki komið fram tillaga um það að sameina félagslega leiguíbúðakerfið á höfuðborgarsvæðinu öllu. Tillaga okkar er af allt öðrum toga en að Félagsbústaðir kaupi íbúðir í öðrum sveitarfélögum.
Í þriðja lagi hvað varðar það að breyta niðurgreiðslum í félagslega leiguíbúðakerfinu úr óbeinum niðurgreiðslum í persónubundinn stuðning er þetta að segja. Það er rétt að það hafði verið skoðað af R-listanum á sínum tíma, en það var ekkert gert frekar með það og virtist ekki pólitískur vilji til þess að fara þá leið á sínum tíma. Hvort það er vilji til þess nú á enda alveg eftir að koma í ljós, auk þess sem og hvort þær tillögur sem munu koma fram verði þess eðlis að við munum styðja þær.
Við tókum þessa vinnu upp um leið og við tókum við stjórn Velferðarmála í borginni. Vinnan var afar skammt á veg komin og var starfshópur því settur í gang til að útfæra hugmyndir og tillögur að þessum breytingum. Sú vinna tók marga mánuði, en við vorum klár með tillögur þegar núverandi meirihluti komst til valda.
Það kann vel að vera að Björk Vilhelmsdóttur þyki Sjálfstæðisflokkur sýna sýndarfrumkvæði en þá held ég að henni væri nær að líta í eigin barm og kasta ekki steinum úr glerhúsi.
Henni ætti að vera fullljóst að Sjálfstæðisflokkur hefur haft frumkvæði að mörgum framfaraskrefum í velferðarmálum. Til að mynda því að byggja hér þjónustuíbúðir og þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara, gera samning um forvarnir fyrir eldri borgara, gera breytingar á íbúðum fyrir aldraða, grænni heimaþjónustu og fleira mætti telja. Eflaust gæti Björk rakið dæmi um frumkvæði Samfylkingar, en mér finnst svona umræða ekki vera okkur samboðin. Oftar en ekki verða hugmyndir til á fjölmennum fundum eða í umræðum manna í millum. Það hélt ég að við sem erum í pólitík vissum manna best.
Ég sat í starfshópi á vegum Félagsmálaráðuneytisins sem ætlaði að koma með tillögur að úrbótum í félagslega leiguíbúðakerfinu. Þegar ég sat í þeim hópi stóð til að við skiluðum tillögum um mánaðamótin október/nóvember og vildi ég gjarnan klára þá vinnu eftir að nýr meirihluti tók svo skyndilega við í Reykjavík sem raunin varð á. Björk vildi hins vegar taka við þeirri vinnu og skiptum við því um sæti í þeim starfshóp áður en hópurinn skilaði af sér áfangaskýrslu sem von var á innann skamms. Það var staðan þegar ég sat þar minn síðasta fund í starfshópi Félagsmálaráðuneytisins, síðan eru liðnir nærri þrír mánuðir og ekki bólar enn á tillögum þaðan.
Tillögur okkar Sjálfstæðismanna í Velferðarráði eru raunhæfar og raunverulegar tillögur til úrbóta í Félagslega leiguíbúðakerfinu, og þær eru ekki neitt sýndarfrumkvæði.
Þessi grein birtist í morgunblaðinu 15.1.2007
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.1.2008 kl. 11:37 | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.