Þjóðarsátt um tillitssemi

Ég las Morgunblaðið spjaldanna á milli í morgun eins flesta morgna þessa dagana.  Þar sá ég góða grein eftir Einar Kárason, rithöfund.  Greinin var ekki stór en sagði svo margt.  Þar var hann að fjalla um það hvernig fjölskyldur þeirra sem í forystunni eru verða fyrir hreinlega "aðkasti" vegna þess að vera nátengd þeim sem í eldlínunni standa.  Tekur hann þar dæmi um Þorstein Davíðsson sem varla er nefndur öðruvísi en að hnýtt sé aftan við að hann sé sonur Davíðs Oddssonar og auk þess tekur hann dæmi af því að reynt hafi verið að gera þýðingarstörf Hjörleifs Sveinbjörnssonar tortryggileg vegna þess að hann væri eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar.  Einar leggur til að við sammælumst um það að láta fjölskyldur þjóðþekktra persóna í friði og vill hann þjóðarsátt um það. 

Ég styð það að við gerum með okkur þjóðarsátt um að sýna fjölskyldum þeirra sem í eldlínunni standa ákveðna tillitssemi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Tek svo hjartanlega undir þessi orð.  Vil samt gera þá athugasemd að ég ef ekki séð menn hnýta í Þorstein Davíðsson eða persónu hans nema í einhverjum undatekningatilfellum. 

Hitt er aðalmálið að Árni Mathiesen settur dómsmálaráðherra gerði Þorsteini mikinn óleik og röksemdafærsla Árna fyrir ráðningunni er sú aumasta sem ég hef séð.  Mér sem sjálfstæðismanni er hreinlega misboðið vegna þessa og það er ekkert skrítið þótt fólk setji ráðninguna í flokkspólitíkst líki.  Þorsteini sem ég þekki ekki neitt og er örugglega ágætismaður, vorkenni ég.  

Maður skal stöðu prýða en ekki staða mann. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 10.1.2008 kl. 17:58

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já þetta var ágætt.  Ég heyrði Guðmund Ólafsson hagfræðing segja þetta sama í viðtali við Sigurð Tómasson á útvarpi sögu - Sigurður varð kjaftstopp aldrei þessu vant:)

Þorsteinn Sverrisson, 10.1.2008 kl. 21:54

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eigum við að færa klukkuna aftur og taka upp tillitssemi í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.1.2008 kl. 00:01

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég hef engan séð hafa á móti Þorsteini Davíðssyni. Ráðningin er samt út ú kú......

Hólmdís Hjartardóttir, 11.1.2008 kl. 04:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband