Verndun húsa og götumynda

Ég byrjaði að spá mikið í skipulagsmál og miðbæjarskipulagið eftir að ég varð borgarfulltrúi.  Ég stýrði búsetuuppbyggingu fyrir aldraða og af þeim sökum var nauðsynlegt að kortleggja hverfin, þjónustuna sem þar var að finna og sjá hvar væri mest þörf fyrir aukna þjónustu við eldri borgara og hvar hentugast væri að setja niður þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara o.s.frv. 

Þann tíma sem við vorum í meirihluta voru skipulagsmál mikið inni á borði okkar þó ekki sæti ég í skipulagsráði.  Mér fannst ég þurfa að setja mig inn í skipulagsmálin, hverfaskiptingu, samgöngur milli hverfa og ekki síst ásjónu borgarinnar og miðbæjarins. 

Það er einmitt um ásjónu miðbæjarins sem mig langar að fjalla sérstaklega hér. Hvað er miðbær án sögu og hvernig er best að vernda sögu hans?

Á fund okkar í fyrrverandi meirihluta kom mikill áhugamaður um miðbæjarskipulag, Sigmundur D. Gunnlaugsson.  Það var alveg frábært að fá tækifæri til að heyra hvað hann hafði að segja og verð ég að segja að það hafði veruleg áhrif á mig. Hann kynnti fyrir okkur rannsókn sína á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum aðlaðandi borgarumhverfis.  Þar fór hann yfir uppbyggingu og áhrif hennar á hina ýmsu miðbæi í Evrópu eftir heimstyrjöldina síðari. 

Mér fannst vægast sagt áhugavert að sjá þar svart á hvítu hvað miðbæir sem höfðu verið byggðir upp í upprunalegum og gömlum stíl virtust draga að sér fólk og þar af leiðandi frekari uppbyggingu og hvað miðbæir sem höfðu fengið að halda sinni sögu og sínum gamla stíl höfðu samkvæmt hans niðurstöðu orðið miklu meira lifandi og efnahagslega og samfélagslega betri en þeir sem byggðir voru upp í nýjum stíl.  Það hafði hreinlega orðið fólksflótti úr bæjum sem byggðir höfðu verið upp í nýtísku stíl með stórum verslunar- og skrifstofubyggingum.  En auðvitað er það ekkert algilt og dæmi um að það hafi gengið vel.

Þegar við vorum þarna að ræða þessi mál, varð mér hugsað til borga eins og Pragh og ekki síður til þess hvað það er gaman að ganga um í Gamle Stan í Stokkhólmi og gamla bænum í Hamborg á sama tíma og maður hefur lítið yndi af því að rölta milli stórra molla í nýja miðbæ Stokkhólms og eftir stórum verslunargötum Hamborgar.

Ég get alveg sagt það að mér hafði ekki þótt neitt sérlega mikið til þessara húsa koma númer 4 og 6 við Laugaveg  og þykir í sjálfu sér ekki enn.  Hitt er annað að út frá þeirri hugsun að vernda ásjónu þessa hluta Laugavegarins og götumyndarinnar þar finnst mér koma til greina að vernda þessi hús þar sem þau eru.  Það að ætla að flytja þau eitthvað annað hefur hins vegar ekki sama gildi í mínum huga. 

Ég held við eigum að fara varlega í að breyta miðbænum okkar mikið.  Þegar búið er að gera upp hús geta þau svo sannarlega verið okkur til mikillar prýði.  Hvað varðar hæð húsa við Laugaveg þá skiptir miklu máli að hafa húsin sunnan götu lágreistari svo sólin nái í gegn.  Við þekkjum það öll sem höfum búið í Reykjavík og gengið laugaveginn að við göngum gjarnan norðanmegin því þangað nær sólin.  Húsin norðan megin veita skjól fyrir norðanáttinni og mega því vera hærri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sammála. Finnst málið snúast um götumynd og hallda gamla stílnum, frekar en þessi tilteknu hús. Með kveðju

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.1.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband