8.1.2008 | 11:50
Okkar verk í Reykjavík
Já nú á blaðið okkar að hafa borist inn á öll heimili í Reykjavík.
Ég hef verið spurð að því í morgun hvort við séum komin á fullt í kosningabaráttu og hvort ég sé í framboði. Eflaust má svara báðum spruningum játandi, en það var þó ekki aðal hugsunin með útgáfu þessa blaðs. Okkur fannst við einfaldlega þurfa að koma þessum upplýsingum til Reykvíkinga og ekki síst Sjálfstæðismanna.
Í blaðinu rekjum við það sem við náðum að koma í verk á þeim 16 mánuðum sem við vorum við stjórnartaumana í borgarstjórn Reykjavíkur. Jafnframt rekjum við þau verk sem þegar voru í farvatninu og við vorum að vinna að. Það er að mínu mati alveg með ólíkindum hverju við náðum að koma í framkvæmd á þessum stutta tíma. Við fórum af stað með því hugarfari að hugsa stórt horfa langt og byrja strax og það má svo sannarlega segja að það höfum við gert.
Vonandi fáum við annað tækifæri til þess að halda áfram með öll okkar góðu verk, við erum allavega ákveðin í því að vinna áfram í þágu borgarbúa hér eftir sem hingað til þó í minnihluta séum.
Það var reiðarslag að missa svona meirihluta og sjá á eftir öllum þeim fjölmörgu málum sem við vorum með í gangi. Ég hef velt því fyrir mér hvort ég vilji yfirleitt vera áfram í stjórnmálum? Hvort ég hafi áhuga á því að vinna í svona umhverfi? Er hægt að vera heiðarlegur og samkvæmur sjálfum sér? Fyrri tveimur spurningunum hef ég þegar svarað játandi ég ætla að vera áfram, ég hef einfaldlega brennandi áhuga og það sem meira er að mér finnst ég hafa heilmikið fram að færa og er þess fullviss að ég geti látið gott af mér leiða.
Hvað varðar síðustu spurninguna þá hefur mér tekist það hingað til og mér mun takast það áfram.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var að lesa bæklinginn ykkar Jórunn og ég er hræddur um að þið eigið ansi langt í land með að endurheimta traust; misjafnlega þó, eftir einstaklingum.
Ég studdi Sjálfstæðisflokkinn frá barnsaldri, mjög meðvitaður og virkur, en framkoma ykkar gagnvart VÞV var með slíkum bernskublæ að um þverbak keyrði.
Sumt gengur alls ekki í pólitík og þetta var eitt af því og verður ykkur núið um nasir um langa framtíð.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.1.2008 kl. 16:26
Hef ekki séð pésann tarna..
En já ég vona innilega að rætist úr "okkar" málum í borginni í framtíðinni.
Kv EJE
Eggert J. Eiríksson, 8.1.2008 kl. 18:13
Sem áhorfandi að stjórnarslitunum og aðdraganda þeirra er ég algerlega ósammála Heimi Fjelsted. Eins og ég hef skilið þetta þá var það VÞV sem var ekki að hafa fyrir því að bera hlutina undir félaga sína heldur spila sóló. Án þess þó að ég ætli að gera einhvern einn að blóraböggli enda líka allir búnir að fá upp í kok af málinu og tími til að líta fram á veginn og hætta að velta sér upp úr löngu orðnum hlut.
J. Trausti Magnússon, 8.1.2008 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.