Gleðilegt ár 2008

Árið 2008 er nú byrjað og þegar kominn þriðji janúar.  Tíminn líður svo hratt og samt hef ég "ekkert" að gera....Wink

Einhver sagði mér að þegar það væri orðið þannig að manni þættu alltaf vera jól þá væri maður farinn að eldast.  Mér finnst ég ekkert vera farin að eldast, skrítið samt hvað börnin mín eru að verða stór, en þó finnst mér orðið ansi stutt á milli jóla. 

Ég hlustaði á skoðanir fólks á skaupinu í útvarpinu í gær þar sem fólk hringdi inn á og tjáði skoðun sína.  Það voru skiptar skoðanir, sumum fannst það alger snilld á meðan aðrir voru hundóánægðir, sennilega eru það einmitt viðbrögðin sem framleiðendur vilja fá.  Persónulega var ég ánægð með ádeiluna á afstöðu okkar íslendinga til ýmissa mála, en að sama skapi pirraði mig hvað stór hluti skaupsins fór í það.  Þó er alveg ljóst að ég og mín fjölskylda hlógum ekki mikið og þó sátum við yfir tuttugu saman, kannski "húmor"gen fjölskyldunnar sé einfaldlega ekki nógu virkt um þessar mundir, hver veit?

Ég hef alltaf litið svo á að nýtt ár feli í sér ný tækifæri og það á ekki síður við núna.  Stormasamt ár er að baki og næstum heilt ár framundan með fullt af nýjum tækifærum.  Það er langt síðan ég hef haft jafn mikinn tíma og eftir að við lentum í minnihluta í borgarstjórninni. Ég á eftir að finna mér ný verkefni til að takast á við og vonast til að geta gert góða hluti, hér eftir sem hingað til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þar sem þú hefur svona mikinn tíma er þá ekki tilvalið að eyða einhverjum af þeim tíma að lesa yfir yfirgripsmikinn málefnasamning nýja meirihlutans, af mörgu er að taka enda plaggið langt og ítarlegt. :)

Gleðilegt ár.

Óðinn Þórisson, 3.1.2008 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband