3.1.2008 | 00:45
Gleðilegt ár 2008
Árið 2008 er nú byrjað og þegar kominn þriðji janúar. Tíminn líður svo hratt og samt hef ég "ekkert" að gera....
Einhver sagði mér að þegar það væri orðið þannig að manni þættu alltaf vera jól þá væri maður farinn að eldast. Mér finnst ég ekkert vera farin að eldast, skrítið samt hvað börnin mín eru að verða stór, en þó finnst mér orðið ansi stutt á milli jóla.
Ég hlustaði á skoðanir fólks á skaupinu í útvarpinu í gær þar sem fólk hringdi inn á og tjáði skoðun sína. Það voru skiptar skoðanir, sumum fannst það alger snilld á meðan aðrir voru hundóánægðir, sennilega eru það einmitt viðbrögðin sem framleiðendur vilja fá. Persónulega var ég ánægð með ádeiluna á afstöðu okkar íslendinga til ýmissa mála, en að sama skapi pirraði mig hvað stór hluti skaupsins fór í það. Þó er alveg ljóst að ég og mín fjölskylda hlógum ekki mikið og þó sátum við yfir tuttugu saman, kannski "húmor"gen fjölskyldunnar sé einfaldlega ekki nógu virkt um þessar mundir, hver veit?
Ég hef alltaf litið svo á að nýtt ár feli í sér ný tækifæri og það á ekki síður við núna. Stormasamt ár er að baki og næstum heilt ár framundan með fullt af nýjum tækifærum. Það er langt síðan ég hef haft jafn mikinn tíma og eftir að við lentum í minnihluta í borgarstjórninni. Ég á eftir að finna mér ný verkefni til að takast á við og vonast til að geta gert góða hluti, hér eftir sem hingað til.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:48 | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þar sem þú hefur svona mikinn tíma er þá ekki tilvalið að eyða einhverjum af þeim tíma að lesa yfir yfirgripsmikinn málefnasamning nýja meirihlutans, af mörgu er að taka enda plaggið langt og ítarlegt. :)
Gleðilegt ár.
Óðinn Þórisson, 3.1.2008 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.