Aukaefni skal tilgreina í innihaldslýsingu

Jónína Þ. Stefánsdóttir matvælafræðingur skrifar um aukaefni í matvöru í Morgunblaðið í gær fimmtudag og vil ég vekja athygli á þeirri grein. 

Þar sem ég er nú frekar tortryggin á aukaefni í matt þá hjó ég eftir einu í þessari grein sem mér finnst athyglisvert.  Á einum stað er talað um að öll aukaefni fari í gegnum ítarlegt áhættumat með tilliti til áhrifa á heilsu fólks.  Síðar í greininni er síðan talað um að EFSA sé að meta framkvæmd á athyglisverðri rannsókn sem gerð var í Bretlandi nýlega varðandi áhrif blöndu litarefna og rotvarnarefna á hegunarmynstur barna.  Þetta fær mig til að hugsa um það hvort samspil ýmissa aukaefna í mat hafi verið áhættumetið nógu ítarlega og hvort við vitum yfirleitt nóg um samspil ýmissa efna og áhrif þeirra í ákveðnu samspili á heilsu okkar og líðan. 

Við lærðum það fljótt að bland í poka væri eitthvað það versta nammi sem við gátum gefið börnunum okkar og mikið sælgæti í afmælum hleypir öllu í loft upp og er langbest að leysa börnin út með sælgætispoka en gefa þeim eitthvað annað á meðan á veislunni stendur. 

Hafi framkvæmdin á rannsókninni í Bretlandi verið með eðlilegum hætti verður fróðlegt að sjá niðurstöðurnar.  Niðurstöðu er að vænta frá EFSA í lok janúar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Púkinn vill nú bara minna enn einu sinni á að sum þeirra efna sem leyfð eru hérlendis eru bönnuð í nálægum löndum, t.d. Noregi.  Þetta á sér í lagi við um sum Azo tjörulitarefni.  Sjá nánar hér.

Púkinn, 16.11.2007 kl. 11:45

2 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Það er reyndar búið að sanna það að sætindi auki ekki á galsann hjá börnum og verðum við því að finna aðra afsökun fyrir því að börn verði æst þegar þau koma mörg saman og hafa það skemmtilegt. Allavega er það ekki sykrinum að kenna...  Mæli nú samt ekki með miklum sætindum í svona afmælum en það er eingöngu af heilsufarsástæðum

Stefán Þór Steindórsson, 16.11.2007 kl. 15:30

3 identicon

Það er langt frá því að allra aukaefna í mat sé getið á umbúðum. Ég er mjög næmur fyrir ákveðnum efnum og má helst ekki neyta þeirra. Það er svo erfitt að finna ómengaðan mat, það er í raun ótrúlegt. Með E250 kveðju eða hvað þetta heitir nú allt saman. Með eða án MSG?

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband