14.11.2007 | 23:33
Íbúðir fyrir eldri borgara - þjónustuíbúðir - öryggisíbúðir
Loksins komnar skilgreiningar - þessar skilgreiningar voru samþykktar í velferðarráði í dag. Það er lengi búin að vera þörf fyrir svona skilgreiningar og höfum við unnið að þeim undanfarna mánuði. Það er mikilvægt að við leggjum sama skilning í hvað þjónustuíbúð er og hvað öryggisíbúð er og hvað sé einfaldlega íbúð fyrir eldri borgara. Einunigs þannig getum við komið í veg fyrir misskilning sem ítrekað hefur orðið og þannig komið í veg fyrir að fólk kaupi ósköp venjulega íbúð fyrir eldri borgara sem þjónustuíbúð sem er síðan þegar til kastanna kemur ekkert tengd þjónustu.
Við munum kynna þessar skilgreiningar fyrir félögum eldri borgara, byggingarfélögum og fyrirtækjum sem vilja eða ætla að byggja fyrir eldri borgara. Vonin er sú að sem flestir muni tileinka sér þessar skilgreiningar.
Almennt
Þjónustuíbúðir og öryggisíbúðir eru valkostur í samhæfðu og þéttu þjónustuneti heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þær eru úrræði sem taka við þegar tilboð heilbrigðis- og félagsþjónustu í heimahús fullnægja ekki þjónustuþörf lengur og/eða þegar einstaklingur kýs að búa ekki lengur á heimili sínu. Vaxandi þjónustuþörf einstaklings skal mætt þannig að hjúkrunarheimili ættu að geta verið aðeins fyrir einstaklinga með alvarlega heilabilun eða í þörf fyrir sérhæfða hjúkrun.
Íbúð fyrir eldri borgara - þjónustustig 1
Með íbúðum fyrir eldri borgara er átt við klasa íbúða þar sem til staðar er þjónusturými. Við byggingu og frágang íbúða hefur verið gætt að aðgengis- og öryggismálum, s.s. með lyftum, handriðum, breiðum göngum og öryggisdúkum á gólfum. Í þjónusturýmum er aðstaða fyrir þá aðila sem veita heimaþjónustu, heimahjúkrun og aðra þjónustu samkvæmt einstaklingsbundnum umsóknum.
Þjónustuíbúð - þjónustustig 2
Þjónustuíbúðir eru klasar íbúða þar sem gætt hefur verið að aðgengis- og öryggismálum, s.s. með lyftum, handriðum, breiðum göngum og öryggisdúkum á gólfum. Innangengt er í félags- og þjónustumiðstöð þar sem m.a. er aðstaða fyrir starfsfólk til að skipuleggja og veita þjónustu og aðstaða fyrir íbúa til að sinna félagsstarfi. Starfsfólk er til staðar á daginn og sólarhringsvaktþjónusta. Heimaþjónusta og heimahjúkrun er veitt samkvæmt einstaklingsbundnu mati. Sameiginlegur matur í hádegi er í boði.
Öryggisíbúð - þjónustustig 3
Eru klasar íbúða þar sem gætt hefur verið að aðgengis- og öryggismálum, s.s. með lyftum, handriðum, breiðum göngum og öryggisdúkum á gólfum. Þessar íbúðir geta verið hluti af hjúkrunarheimili. Til staðar er þjónusturými þar sem aðstaða er til að sinna félagsstarfi og aðstaða fyrir starfsmenn til að skipuleggja og veita þjónustu. Veitt er sólarhringsþjónusta með aðgengi.að vaktþjónustu hjúkrunarfræðings. Heimaþjónusta og heimahjúkrun er veitt samkvæmt einstaklingsbundu mati. Sameiginlegur matur er í boði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Venjulegt fólk hefur að öllu jöfnu bara ekki efni á að fara í þesar íbúðir svo til að koma þesum skilaboðum til þeirra sem geta, hefðirðu bara getað hringt og verið snögg að, þannig er það bara.
Það er í raun alveg frábært hvernig farið er með aldraða og öryrkja á Íslandi í dag - eða þannig.
Næsta verkefni er þá að koma því svo fyrir að það fólk sem á þarf að halda geti í komist.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.11.2007 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.