14.11.2007 | 11:07
Lifir lengst 5 - 15 kíló yfir kjörþyngd
Stór rannsókn frá USA sýnir fram á það að við lifum lengst ef við erum 5-15 kíló yfir kjörþyngd. Ég hef ákveðna kenningu um af hverju þessi niðurstaða fæst. Ég held að þeir sem eru þetta 5-15 kíló yfir kjörþyngd séu afslappaðir einstaklingar sem ekki eru allt of uppteknir af útlitinu.
Einhvern tíma var mér sagt að gera ráð fyrir því að bæta á mig hálfu kílói á ári eftir þrítugt. Það þíðir að í dag ætti ég að vera fjórum til fimm kílóum þyngri í dag en ég var þegar ég varð þrítug og það passar algerlega. Þó ég sé enn í kjörþyngd þá þíðir þetta með sama áframhaldi að ég verð þetta tíu kílóum þyngri en ég er í dag eftir tuttugu ár.
Ef ég verð ekki ofurupptekin af útlitinu og geri allt sem ég get til þess að koma í veg fyrir þessa þróun þá verð ég samkvæmt þessu orðin þetta 5-15 kíló yfir kjörþyngd eftir nokkur ár. Ég get hins vegar örugglega með aðhaldi, þrotlausri þjálfun og vinnu haldið mér í kjörþyngd lengur, en þá er spurningin hvort það fari ekki einmitt að koma niður á heilsu minni á annan hátt.
Ég held að skipti svo miklu máli að vera passlega afslappaður og taka sjálfan sig ekki of hátíðlega.
"Marta Marta þú mæðist í mörgu" sagði Jesús eitt sinn við Mörtu sem var svo ofursamviskusöm og þurfti alltaf að hafa allt "spikk og span". Hún náði ekki að njóta augnabliksins og alls þess skemmtilega sem lífið hefur upp á að bjóða.
Slökum aðeins á kröfunum gagnvart sjálfum okkur, njótum lífsins lystisemda og borðum góðan og hollan mat.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æðislegt, ég get þá átt von á að verða allra kellinga elst... og skemmtilegust
Jónína Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 12:05
Þetta hljómar sem falleg tónlist :-)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.11.2007 kl. 12:56
Þetta hefur mig lengi grunað. Þar að auki er augljóst að við sem ekki erum að velta okkur upp úr megrunaráformum alla daga bætum ekki bara árum við lífið heldur lífi við árin.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 14.11.2007 kl. 15:25
Hvernig væri að hver og einn ákveði hvað hann eða hún er þung án þess að hafa áhyggjur ? En ef einhverji halda að líkamsþyngd þeirra sé vandamál þá ættu þeir að spyrja og fá svör frá heilbrigðisyfirvöldum
Guðrún Magnea Helgadóttir, 14.11.2007 kl. 15:57
Þetta er önnur könnunin sem ég heyri um að leiði til þessarar niðurstöðu. Ég held að ástæðan sé sú, að þegar fólk er komið á efri ár sé það ákveðið öryggisatriði að fólk sé 5-10 kílóum yfir svonefndri "kjörþyngd" og byggi það á þeirri kenningu minni að því nær sem við komumst lífsháttum kynslóðanna fyrr á öldum, því lengri verði lífslíkur okkar og hamingja.
Þeir einstaklingar kynslóða fyrri alda og árþúsunda sem höguðu lífsháttum sínum best lfiðu helst af og áttu afkomendur og þannig virkaði kenningin um hina hæfustu sem kæmust af. Rökrétt er að álykta að það fólk sem hafi nokkur aukakíló sem varasjóð ef veikindi eða skortur dyndu yfir hafi lifað lengur en aðrir.
Þessi aukaþyngd mátti ekki verða of mikil því þá hamlaði hún hreyfigetu fólksins sem líka var nauðsynleg til að komast af.
Ómar Ragnarsson, 14.11.2007 kl. 22:17
Ég held samt að erfðir hafi mest að segja um það hversu háum aldri fólk nær, þ.e. ef ekkert kemur uppá. Til dæmis hafa flestar konur í ömmuætt minni náð tíræðisaldri. Ég hangi á því þar sem ég er frekar undir kjörþyngd en hitt og þó yfir þrítugu
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 14.11.2007 kl. 23:21
Ég held reyndar að þetta skipti allt máli og auðvitað hafa erfðirnar mikið að segja. Auðvitað er það ekki ölum gefið að vera innan skekkjumarka og ekki sjálfgefið að maður sé 5-15 kílóum yfir kjörþingd þrátt fyrir að vera eki í megrun eða nokkuð slíkt. En sé manni eðlilegt að vera yfir kjörþyngd og þarf að hafa mjög mikið fyrir því að vera t.d. í kjörþyngd þá má alveg spyrja sig hvort það sé þess virði? En þetta eru skemmtilegar vangaveltur og auðvitað er það alveg rétt hjá Ómari að komi til veikinda er mikilvægt að hafa einhvern forða.
Jórunn Ósk Frímannsdóttir , 14.11.2007 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.