Ræðum það sem skiptir máli í samrunaferlinu

Það að Björn Ingi Hrafnsson skuli leggjast svo lágt að draga Geir H. Haarde inn í umræðuna um samruna GGE og REI, sýnir best hvaða mann hann hefur að geyma.  Ljóst er að Vilhjálmur vissi ekki nema hálfan sannleikann í þessu máli og því algerlega vonlaust að hann hafi getað kynnt málið fyrir Geir með viðeigandi hætti.  Það þarf ekkert að ræða þetta frekar enda algjört aukaatriði og nær að ræða það sem skiptir máli í þessu öllu.    Hvernig var verðmati háttað?  Hvernig var ákveðið hverjir ættu að fá kaupréttarsamninga?  Hvernig gat mönnum dottið í hug að binda Orkuveituna til 20 ára með einkaréttarsamningi?

Held að Birni Inga Hrafnssyni væri nær að ræða sína aðkomu að þessu máli og það stóra hlutverk sem hann gegndi í því og gegnir enn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Myndi fyrrverandi meirihluti bregðast við á annan hátt en hann gerði, gæti hann endurvakið sama ástand?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.11.2007 kl. 19:34

2 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæl Jórunn 

Ég veit að þetta er erfitt hjá ykkur Sjálfstæðismönnum, en mig langar að vita hvort þú hafir ekki lesið úttektina í MBL um helgina.  Ég skil ekki af hverju þið reynið að draga Björn Inga niður í svaðið er það bara til að réttlæta gjörninga ykkar?  skil ekki,  það hlýtur að vera beggja, ekki bara öðrum að kenna hvernig fór.  Aldrei öðrum að kenna þegar tveir deila.  Ég er ekkert viss um að Björn Ingi sé að segja ósatt í þessu máli.

Einar Vignir Einarsson, 7.11.2007 kl. 19:36

3 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Var Björn Ingi einn í síðustu borgarstjórn?,voru ekki 7 flugskarpir sjáfstæðismenn með honum:

Hvað voru þeir að gera  meðan Björn Ingi bruggaði öll þessi launráð,eru þið sjálstæðismenn svo BLÁIR að halda það að fólk almennt kokgleypi svona þvætting

Ari Guðmar Hallgrímsson, 7.11.2007 kl. 21:17

4 Smámynd: Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Mér finnst einfaldlega skipta máli að fjallað sé um kjarna þessa máls.   Þátt allra í málinu í stóru og smáu og það sem ég er að benda á er að Björn Ingi átti ansi stóran þátt.  Hann var sá borgarfulltrúi sem sat bæði í stjórn REI og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.  Auðvitað bera allir einhverja ábyrgð í þessu máli, en það var stjórnar OR og okkar fulltrúa í stjórn REI að gæta hagsmuna borgarbúa.

Jórunn Ósk Frímannsdóttir , 8.11.2007 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband