31.10.2007 | 23:11
Sameiginleg stjórnun félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar
Það var ánægjuleg tillaga samþykkt í velferðarráði í dag.
Ákveðið var að fara í formlegar viðræður við Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið um sameinaða stjórnun félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Reykjavík og byggja á þeirri vinnu sem þegar hefur átt sér stað.
Gríðarlega mikil vinna hefur átt sér stað á undanförnum mánuðum milli okkar sem skipuðum fyrrverandi meirihluta velferðarráðs og fulltrúa Heilbrigðisráðuneytisins um sameinaða stjórnun heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Reykjavík.
Skoðað hefur verið með hvaða hætti skynsamlegast sé að sameina þessa þjónustu og hvernig sé best að gera tilraun með það. Niðurstaða þeirrar vinnu var í sjónmáli og hugmyndin að bjóða þjónustuna út í tveimur hverfum borgarinnar í tilraunaskyni til eins árs og hefur Heilbrigðisráðuneytið þegar ráðið starfsmann til þess að vinna að því.
Þrátt fyrir að tekin verði ákvörðun um að bjóða út reksturinn, þá er mikil vinna eftir og að mörgu að hyggja. Mikilvægt er að taka ákvörðun um að fara í tilraun með þessum hætti og byggja á þeirri vinnu sem þegar hefur átt sér stað svo málið fara ekki aftur á byrjunarreit og við sjáum framfarir verða í þessari þjónustu. Fulltrúar sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að haft verði samráð við hagsmunaaðila s.s. Félag eldri borgara í Reykjavík og Öryrkjabandalagið við þarfagreiningu, skilgreiningar og fleira sem tengist útboðsgerð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:32 | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Jórunn ,ég fylgist með ,,blogginu"þínu,og finnst Það bæði fróðlegt og skemmtilegt.Svo erum við líka frænkur,Jórunn amma þín og Gísli Pabbi minn voru systkinabörn.(yngsti bróðir minn er Egill Heiðar)þú átt að þekkja hann.Frænku-kveðja Svanfríður
Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 1.11.2007 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.