Sameiginleg stjórnun félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar

Það var ánægjuleg tillaga samþykkt í velferðarráði í dag.

Ákveðið var að fara í formlegar viðræður við Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið um sameinaða stjórnun félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Reykjavík og byggja á þeirri vinnu sem þegar hefur átt sér stað.

Gríðarlega mikil vinna hefur átt sér stað á undanförnum mánuðum milli okkar sem skipuðum fyrrverandi meirihluta velferðarráðs og fulltrúa Heilbrigðisráðuneytisins um sameinaða stjórnun heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Reykjavík. 

Skoðað hefur verið með hvaða hætti skynsamlegast sé að sameina þessa þjónustu og hvernig sé best að gera tilraun með það.  Niðurstaða þeirrar vinnu var í sjónmáli og hugmyndin að bjóða þjónustuna út í tveimur hverfum borgarinnar í tilraunaskyni til eins árs og hefur Heilbrigðisráðuneytið þegar ráðið starfsmann til þess að vinna að því.   

Þrátt fyrir að tekin verði ákvörðun um að bjóða út reksturinn, þá er mikil vinna eftir og að mörgu að hyggja.  Mikilvægt er að taka ákvörðun um að fara í tilraun með þessum hætti og byggja á þeirri vinnu sem þegar hefur átt sér stað svo málið fara ekki aftur á byrjunarreit og við sjáum framfarir verða í þessari þjónustu.  Fulltrúar sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að haft verði samráð við hagsmunaaðila s.s. Félag eldri borgara í Reykjavík og Öryrkjabandalagið við þarfagreiningu, skilgreiningar og fleira sem tengist útboðsgerð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Sæl Jórunn ,ég fylgist með ,,blogginu"þínu,og finnst Það bæði fróðlegt  og skemmtilegt.Svo erum við líka frænkur,Jórunn amma þín og Gísli Pabbi minn voru systkinabörn.(yngsti bróðir minn er Egill Heiðar)þú átt að þekkja hann.Frænku-kveðja Svanfríður

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 1.11.2007 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband