Fjölgað um 40 pólitíska ráðsmenn

Við Júlíus urðum hissa í gærmorgun á fundi stjórnkerfisnefndar þegar nýr meirihluti bar upp tillögu sína um að fjölga Hverfisráðsfulltrúum í hverju hverfisráði um fjóra.  Úr þremur í sjö og hverfisráðin eru tíu.  Þetta þíðir fjölgun um 40 pólitíska fulltrúa. 

Er þetta leiðin til þess auka "hverfalýðræðið"? Eykur þetta aðkomu íbúanna að ákvarðandatöku um þeirra næsta nágrenni?  Hafa hverfisbúar meira aðgengi að hverfaráðunum ef það eru sjö pólitískir fulltrúar heldur en ef það eru þrír.  Hvað um að efla hverfaráðin með öðrum hætti?  Hvað um aðkomu fulltrúa foreldra, fulltrúa aldraðra, fulltrúa kirkjunnar o.s.frv?

Það er alveg hægt að taka undir það að skoða þurfi stöðu hverfaráða í borgarkerfinu.  Verkefni ráðanna eru vandræðilega lítil og ábyrgð þeirra engin. Samtíningur nýrra verkefna sem sett eru fram í tillögu meirihlutans eru ekki sannfærandi. Því fer fjarri að ástæða sé til þess að fjölga í ráðunum og lyktar það óneitanlega af því að verið sé að búa til bitlinga fyrir pólitíska skjólstæðinga hinna fjögurra flokka sem standa að meirihluta borgarstjórnar. Verið er að fjölga ráðsmönnum um 40 talsins. Engin kostnaðaráætlun liggur fyrir. 

Er það svona sem Reykvíkingar vilja láta nota skattfé borgarinnar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvernig í ósköpunum fóruð þið þetta frábæra fólk að glutra meirihlutanum svona niður?

Það verður erfitt fyrir ykkur að vinna upp traust á ný.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.10.2007 kl. 20:50

2 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Ég er ekki sammála, þetta er gott fólk sem að hefur mitt traust ennþá, þó svo að ég búi ekki í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni hefur komið fram af miklum heilindum í þessu máli.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 31.10.2007 kl. 21:06

3 Smámynd: Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Er það nema von að þú spyrjir að því.  Ég get ekki svarað því af hverju Björn Ingi kaus að slíta þessu samstarfi.  Björn Ingi er með bloggsíðu líka og væri ekki úr vegi að spyrja hann að því.

Ég lít ekki svo á að við höfum tapað trausti nema síður sé.

Með góðri kveðju,  Jórunn

Jórunn Ósk Frímannsdóttir , 31.10.2007 kl. 21:09

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Fjórir nýjir fulltrúar í hverji hverfi. Eru framboðin, sem standa að nýja meirihlutanum ekki einmitt fjögur? Tilviljun? ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 31.10.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband