Vangaveltur um mjólkina okkar

Ég heyrði það í útvarpinu í gær að íslenska mjólkin sé mun próteinríkari en t.d. sænska mjólkin.  Getur ekki verið að próteinmagnið sé í hlutfalli við magnið.  

Við hjónin kaupum gjarnan hvítlaukshylki og tökum inn nokkur ef okkur finnst við eitthvað að vera slöpp.  Hvítlaukshylkin eru unnin (eða það sem er inni í hylkjunum) úr kaldþroskuðum hvítlauk.  Hvítlauk sem er sérstaklega lengi að þroskast og þroskast við minna hitastig en hvítlaukurinn sem við notum í mat.  Þannig er unnt að varðveita efnasambönd sem er að finna í hráum hvítlauk.   

Getur ekki verið að kýrnar okkar framleiði próteinríkari mjólk vegna þess að þær vandi sig einfaldlega meira við framleiðsluna.  Smile Mjólkin þroskist hægar og innihaldi meiri gæði?  Getur líka haft áhrif að hér er nú ekkert sérstaklega heitt á sumrin?  Má jafnvel segja að hún sé kaldþroskuð?  Hver segir svo að þessar sænsku mjókurkýr muni halda uppi sömu framleiðslu hér á landi.  Gætu þær gengið úti og haldið uppi sömu framleiðslu?

Ég á alveg ljómandi góða kaffivél sem heitir Francis Fransis!  Ég bý hér til nokkra Cappuccino bolla á degi hverjum og nota einungis Léttmjólk í kaffið.  Yfirleitt gengur vel að þeyta Léttmjólkina en við vinkonurnar (hún er með eins vél og sama kaffið) höfum fyrir löngu tekið eftir því að yfir hásumarið verður erfiðara að þeyta Léttmjólkina - samsetning hennar breytist.  Hvað segir það okkur svo?   Þetta eru nú bara skemmtilegar vangaveltur og engin vísindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Ég er reyndar ekki mjólkurfræðingur, en ég ólzt upp á kúabúi, hef unnið við mjólkurframleiðslu og reyndar keyrt mjólkurbíl nokkur sumur og langar góðfúslega að benda þér á nokkra fróðleiksmola um blessaða mjólkina okkar.

Mjólkin sem seld er í búðum er öll ,,normalíseruð" grundvallarmjólk, sem þýðir að hún er ávallt höfð eins.  Nýmjólkin inniheldur 3,9% fitu og 3,4% prótein.  Léttmjólkin inniheldur sama magn af próteini, en er 1,5% fita (undanrennan er 0,1%).  Þetta breytizt ekki yfir sumartímann, þó það sé rétt að venjulega minnki framleiðslan í kúnum við hagagöngu (og hugsanlega breytizt samsetning mjólkurinnar við það, þó ég muni það ekki þegar ég var strákur í sveitinni, hvort fitan og próteinið jókst eða minnkaði).

Hvernig þið farið svo að því að ,,þeyta" léttmjólkina, er ofar mínum skilningi, þegar ekki einu sinni 15% rjómi þeytizt...

Sigurjón, 26.10.2007 kl. 18:12

2 Smámynd: Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Afsakið - þeyta/flóa/freyða

Ég átti við að flóa/freyða mjólkina með gufu og þrýstingi.  Veit ekkert hvað það heitir á góðri íslensku svona einu orði annað en að þeyta, en kannski er freyða gott orð.  Það gengur annars ágætlega með þessum vélum, nægur þrýstingur skilst mér að sé málið. 

Trúðu mér það er verulegur munur yfir hásumarið og þá fer ég stundum yfir í G-mjólkina, hún freyðir alltaf vel með gufunni, kaffið verður þó ekki eins gott að mínu mati.

Jórunn Ósk Frímannsdóttir , 26.10.2007 kl. 18:54

3 Smámynd: Baldvin Z

Hvernig er hægt að "normalisera" mjólkina? Ég var í sveit í denn og maður fann oft mikin mun á mjólkinni eftir því hvaða fóður kýrnar voru á. T.d. fór það ekki milli mála þegar kúnum var beitt á kál, það fannst á bragðinu af mjólkinni.

Baldvin Z, 26.10.2007 kl. 19:53

4 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Þetta er góður punktur, Jórunn. Hver segir að útlensku kýrnar mjólki jafnmikið þegar þær eru komnar hingað? Mér finnst þessir útreikningar hjá þeim heldur hæpnir, mesti ávinningur sem við neytendur getum haft af þessu er 10% lækkun á mjólkinni, og ég er viss um að kaupmenn finna aðferð til að halda þessum ávinningi okkar í lágmarki.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 26.10.2007 kl. 23:02

5 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Ég er á móti því að fá hingað til lands erlendar kýr. Ég væri alveg til í að borga meira fyrir mjólkina bara því hún væri úr íslenskum kúm, ég held að það séu það flestir.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 26.10.2007 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 84893

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband