Hugleiðingar um næringu

Mér eru svo hugleikin öll þessi endalausu aukaefni í matvælum í dag. 

Ég var að velta því fyrir mér um daginn hvers vegna Sól safinn geymist svona lengi.  Sól-safinn er jú einungis ferskar nýpressaðar appelsínur.  Ég veit ekki hvers vegna hann geymist jafn lengi og raun ber vitni, en ég veit það eitt að ef ég pressa appelsínur hér heima hjá mér og set í flösku inn í ísskáp þá geymast þær ekki svona lengi og safinn verður brúnleitur eftir nokkra daga.

Ég velti því líka fyrir mér hvaða áhrif öll þessi aukaefni, bragðefni, bindiefni og sætuefni hafa á okkur.

Er kjöt sem hefur verið lagt í saltvatnslög til þess að auka þyngd sína um 20% jafn hollt og ómeðhöndlað kjöt?  Eru næringarvandamál og offita hins vestræna heims meira og minna tengd því að við erum í raun ekki að borða alvöru mat?  Við erum í auknum mæli að borða dautt, tilbúið gervifæði sem á að koma í stað alvöru matar.  Ég veit ekki hvort þið hafið séð mynd sem sýnd var í sjónvarpinu í sumar þar sem fjallað var um erfðabreytt matvæli og hvernig þróunin hefur verið í kornframleiðslu, soyjaframleiðslu og hrísgrjónaframleiðslu í Bandaríkjunum svo dæmi sé tekið.  Þessi mynd var virkilega áhugaverð og hafði mikil áhrif á okkur í minni fjölskyldu.  Sjónvarpið ætti að sýna hana aftur við tækifæri því ég held að allir hafi gott af því að velta þessu fyrir sér.  Þar kom t.d. fram að kartöflutegundir heimsins höfðu fyrr á öldum verið í hundruða eða þúndatali, e nhefur fækkar með árunum niður í nokkra tugi tegunda. 

Hvaða næring er í kjötfarsi sem inniheldur ekki nema 10%-20% kjöt, annað er í raun vatn, litarefni, bragðefni, bindiefni (sem binda vatnið til að ná upp þyngdinni), bragðefni og fita.  Það er hægt að framleiða kjötfars án þess að hafa yfirhöfuð nokkuð kjöt í því, bara smá fitu svo við fáum réttu áferðina. 

Hvaða næring er í sykurlausum drykkjum?  Engin, það er þó smá næring í drykkjunum með sykrinum því sykur gefur jú orku.  Þar fyrir utan þá er sykurinn náttúruleg afurð sem við losum auðveldlega úr líkamanum og hefur fylgt okkur um aldir.

Getur verið að við þurfum meira af næringarlausum/næringarlitlum mat og verðum ekki almennilega mett.  Ég er sannfærð um að svo sé og það hafi síðan þær afleiðingar að við borðum meira, verðum fyrr svöng aftur og borðum í raun of mikið án þess að það auki orku okkar og úthald, sem verður svo til þess að við förum að fitna.

Framleiðendur eiga ekki auðvelt, því neytendur vilja að varan líti vel út, kjúklingabrignurnar seljast ekki ef þær eru ekki bleikar og bústnar.  Hakkið verður að vera ljósrautt þó hakk hafi þá tilhneigingu að verða brúnt mjög fljótt eftir að það kemst í nálægð við súrefni, brauðið er ekki nógu gott ef það harðnar og myglar of fljótt og svona mætti lengi telja.  Ef við neytendur verðum meðvitaðri um mikilvægi góðrar næringar, meðvitaðri um það hvað er góð næring og gerum kröfu um hreinar aukaefnalausar vörur þá mun markaðurinn hafa vöruna í takt við óskir okkar. 

Framleiðendur þurfa að vera duglegri við að láta neytendur vita hvar þeir geta t.d. keypt grænmeti beint af bóndanum.  Kannski þurfum við að koma upp betri og hreyfanlegri markaði eins og Kolaportinu þar sem bændur/framleiðendur, fiskimenn og fleiri gætu komið einu sinni í viku með ferskar vörur og selt beint til neytenda - milliliðalaust. 

Ég er sannfærð um það að ef við borðum hollan næringarríkan mat þá þurfum við minna af snakki milli mála, borðum minna og líður betur.  Oft getur nefnilega minna í raun verið meira.

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga og hver veit nema við fáum mat - beint frá haga í maga Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Sæl Jórun.

Athyglisverð hugleiðin um næringu. Á blogg síðu minni er á einum stað linkur á grein um tengsl aukaefna í mat og ADHD. Þú hefur kanski lesið þessa grein. Ég er sjálf með ADD og hef verið að taka á mataræði mínu í tengslum við það. Ég borða ekki aukaefni, ekki sykur, mjólkurvörur nema rísmjólk eða sojamjólk og tók út glútein er í staðinn með glúteinlaust brauð. Ég tók líka út tyggjó og kaffi en þessi efni eru mjög miklir streituvaldar í mínu lífi. Það hafa ótrúlegir hlutir gerst eftir að ég tók þessi efni út. Ég er farinn að vakna spræk á morgnana, ég er miklu afslappaðri, vöfðaverkir sem ég var með eru farnir og orkan er ótrúleg. Á heimasíðu minni er greinin hennar Ásu sem á dóttur með ADD og tourette einkenni. Hún hefur tekist á við mataræðið - og gert þetta án lyfja. Þetta er mjög merkilegt og ótrúlegt að þetta sé hægt.

Takk fyrir pistilinn. 

Sigríður Jónsdóttir, 23.10.2007 kl. 11:47

2 Smámynd: Ásgerður

Góð grein,,,kominn tími til að upplýsa fólk betur um hvað þessi aukaefni öll gera okkur.

En ég get sagt ykkur að bringurnar frá matfugl, er með náttúrúlegu bragðefni,, þannig að þau ættu að vera betri en hinar sem eru með e-efnunum,,,,

Já, maður væri til í að komast í að kaupa beint af framleiðenda, hreint og ómengað :)

Ásgerður , 23.10.2007 kl. 13:39

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þó nóg sé til af mat er erfitt að nálgast hollustumat. Epli hafa eitthvað vax á þeim, djúsar eru gerilsneyddir ef ég veit rétt, til að auka geymsluþol, matur er uppfullur af alskyns bætiefnum. Gömul epli haldast í fullkomnu útliti árum seinna en eru bragðlaus eða jafvnel rotin að innan. Þurrkaðir ávextir eru hollir en maður veit aldrei hvernig þurrkunin.

Það sem mér finnst vanta eru merkingar sem segja allt sem bætt er í matinn, allann prósessinn, svo hægt sé að velja.

Ólafur Þórðarson, 23.10.2007 kl. 18:40

4 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Þetta er alveg rétt hjá þér Jórunn.

Þetta er frábær síða hjá þér Jórunn og ég vil hrósa þér fyrir góða ræðu á borgarstjórnarfundi þegar skipt var um borgarstjórn eftir að SpillIngi rak rýtingi í bak Sjálfstæðisflokksins í borginni. Þið stóðuð ykkar vakt og hafið ekkert til að sjá eftir, ég treysti á harða stjórnarandstöðu.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 23.10.2007 kl. 20:54

5 Smámynd: Björk Vilhelmsdóttir

Fín grein. Vona þó að þú farir þó ekki bara út í hjúkrunarfræðina. Sú skrýtna tík pólitíkin verður að fá sitt. Annars er hundurinn þinn örugglega skemmtilegri þessa daganna hvort sem hann er hundur eða tík.

Björk Vilhelmsdóttir, 23.10.2007 kl. 22:40

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góður pistill hjá þér.

Held að öll þessi e efni hvaða nafni sem þau nú nefnast hafi nefnilega þau áhrif að við höldum okkur ótrúlega vel í gröfinni. Fornleifafræðingar framtíðarinnar verða steinhissa á því hvað við verðum falleg lík!!

Takk fyrir umhugsunarvert aukefni!

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 85093

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband