22.10.2007 | 23:11
Ekki sænskar kýr
Ég segi nei takk við sænskum mjólkurkúm - við megum ekki tapa niður okkar íslenska stofni.
Ég vona að einhverjir bændur muni passa upp á íslensku kúna og ég sjái áfram fallegar og marglitar íslenskar kýr í haga. Ég er til í að borga meira fyrir íslenska mjólk á meðan ég get og leggja þannig mitt af mörkum til þess að bændur geti áfram boðið mjólkurvörur frá kúnum "okkar".
Við komum fyrir tilviljun við hjá Daníeli á Akbraut fyrir nokkrum árum og ræddum við hjónin lengi við hann um lífið og störfin á bænum. Hann sagði okkur að hann hefði náð undraverðum árangri í að ná upp nýtingu hjá kúnum sínum. Gaman væri að vita hversu mikil nýting það var sem Daníel hafði náð í samanburði við sænsku kýrnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gæti orðið skrautlegt í verslunum ef þar væri seld mjólk frá einokunarfyrirtækinu MS úr hinum ýmsu stofnum s.s. íslenskum, dönskum, sænskum og breskum. Hugsanlegt áhugavert val en ég stór efa það að hagræðing á þessu sviðið myndi leiða til lækkunnar til neytanans, til þess þarf eitthvað mikið að breytast.
Óttarr Makuch, 22.10.2007 kl. 23:34
Íslenzkar kýr eða útlendar, í rauninn fáranlegt að standa ekki á sama en fjölþjóðleg kúavæðing er einhvernveginn ekki aðlaðandi.... Þjóðerniskenndin er sízt minni þegar kýr eða yfirleitt dýr eiga í hlut. Tel þó harla óvíst um nyt sænskra kúa í íslenzkri veðráttu en jafnframt líklegt að einhver búmaðurinn eða konan sé vís að reyna í von um búdrýgindi. Ég segi þó og hef engin rök önnur en tilfinningasemi: Áfram Búkolla!
Lýður Árnason, 23.10.2007 kl. 00:08
Það er alveg hárrétt að auðvitað á ekki að skipta máli íslenskar eða erlendar. Þar fyrir utan þá fengju þær íslenskt uppeldi, veðráttu og fóður og væru þ.a.l. orðnar íslenskar. Engu að síður þá finnst mér þetta eitthvað erfitt og langar að við eigum áfram okkar sérstöku íslensku kú, enda treysti ég því að einhverjir bændur haldi í íslensku mjólkurkúna.
Einokunarfyrirtækið MS er í lófa lagið hvert verð vörunnar er á endanum til okkar. Hagfræðin segir okkur þó að öll hagræðing skili sér á endanum til neytandans. Svo við skulum nú ætla að það verði einhver lækkun, en tæplega mundi hún skila sér að fullu til neytandans.
Ég vona bara að þessar sænsku kýr séu ekki stökkbeyttar á sterum og yfirleitt enginn búfénaður. Svo finnst mér vanta upplýsingar um lyfjagjafir og viðkvæmni þessa stofns. Þolir þessi stofn íslenska veðurfar jafnvel og íslenskar kýr? Munu þessar kýr framleiða jafnmikið hér og í Svíþjóð?
Ég hef sérstaklega tekið eftir því á ferðalögum um heiminn hvað erlendar kýr eru einhvern veginn allar eins. Hér hjá okkur eru jafnvel 15 mismunandi kýr á einu túni. Það sé ég ekki í Þýskalandi eða Svíþjóð, þar eru þær allar ljósar með svörtum skellum eða ljósar með brúnum skellum. Það er allavega mín upplifun.
Jórunn Ósk Frímannsdóttir , 23.10.2007 kl. 09:16
Hef lesið einhversstaðar, að mjólkin ú rokkar kúastofni, se´mun hollari en úr þeim skandínavísku.
Eitthvað með fituuppbygginguna að gera.
Svo er annar flötur á þessu, okkar kyn er miklu sterkara byggt og þolir mun betur útiveru í misjöfnu, svona eins og sumurin mörg eru hjá okkur.
Nei vil heyra íslenskt Muuu úti í haga.
Miðbæjraríhaldið
Bjarni Kjartansson, 23.10.2007 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.