Hvað gerir Dagur þá

Hvernig bregst nýr borgarstjóri við þessu.  Kannski átti hann von á því að Kristján L. Möller samgönguráðherra kæmi með þetta útspil.  Hver veit nema Dagur hafi beðið um það. 

Þetta leysir hugsanlega einn vanda sem nýr meirihluti stóð frammi fyrir, en það var að taka ákvörðun um framtíð flugvallarins.  Dagur vill flugvöllinn burt, en Margrét vill hafa hann á sínum stað og hlaut sennilega sitt sæti í borgarstjórn út á það að vilja ákveðið hafa flugvöllinn þar sem hann er.  Reyndar er Margrét hvergi í flokki, allavega ekki í Frjálslynda flokknum svo sennilega getur hún bara skipt um skoðun eftir því hvernig vindar blása.


mbl.is Samgönguráðherra vill ekki færa Reykjavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magga er varaformaður Íslandshreyfingarinnar, þannig að við verðum að gera ráð fyrir að hún sé að minnsta kosti í þeim flokki, Jórunn mín Ósk.

Steini Briem (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 12:34

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er varla stórmál. Heltur þú virkilega Jórunn að þeim þyki ekki of vænt um stólana til að láta steyta á þessu?

Þegar Magga bauð sig fram undir merkjum Íslandshreyfingarinnar vildi hún láta skoða að flytja flugvöllinn á Hólmsheiði.  Núna virðist hún hafa snúið baki við Íslandshreyfingunni.   

Sigurður Þórðarson, 18.10.2007 kl. 13:52

3 identicon

Magga er náttúrulega svo áttavillt í pólitíkinni að hún gæti þess vegna stutt flugvallastaðsetningar hvar og hvenar sem hentar hennar stólsetu.

Stefán (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 16:26

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Þetta kemur mér ekki á óvart með Kristján Möller, en athyglisvert verður að sjá í hvaða farveg þetta fer í hjá Reykjavíkurlistanum.

Herdís Sigurjónsdóttir, 18.10.2007 kl. 16:46

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvað olli þessu dularfulla hvarfi á ræðunni þinni af bloggsíðunni Jórunn?

Eins og við munum vorum við Hreiðar Eiríksson farnir að spjalla við þig.

Vorum við svona leiðinlegir?

Árni Gunnarsson, 18.10.2007 kl. 19:40

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ræðan ekki horfin svo sem Árni vegna tækninnar, en athugasemdirnar fylgja þó ekki.  Viðist sem að Google (ný skammstöfun fyrir guð held ég) geymi allt sem á netið fer:  http://64.233.183.104/search?q=cache:auwvMl9L9mcJ:jorunnfrimannsdottir.blog.is/blog/jorunn/entry/339635/

Sá þennan tengil inni á blogginu hjá Pétri framsóknarmanni og ofurbloggara á http://eyjan.is/hux/2007/10/18/sa-a-fund/#comments

Maður þarf jú að passa sig hvað maður opinberar. Það svo mikið svoleiðis ;)

Baldvin Jónsson, 19.10.2007 kl. 00:01

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Langar samt að bæta því hérna við Jórunn að mér finnst ánægjulegt að hafa starfandi borgarfulltrúa aktíva hérna á blogginu. Eru fleiri sem eru að skrifa?

Baldvin Jónsson, 19.10.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband