17.10.2007 | 15:26
Ósátt við nýjan meirihluta
Auðvitað vil ég borgarbúum allt það besta og vona því okkar allra vegna að nýjum meirihluta gangi vel að stjórna borginni. Að þau haldi vel á fjármálum borgarinnar og vinni áfram að þeim góðu málum sem við vorum að vinna að. Það breytir því samt ekki að ég er ósátt við nýjan meirihluta. Mér líður eins og framið hafi verið valdarán í Reykjavík.
Hvernig getur þetta nýja "þagnar"bandalag verið við stjórn hér í borginni og tekið við með þessum hætti. Ég get ekki ímyndað mér að þeim líði vel í dag eða gangi stolt til sinna starfa. Það er ekkert til þess að vera stoltur af að taka við stjórn með þessum hætti.
Fólk hefur ekki um annað að tala en það hvað Dagur er hárprúður, síðan hvenær skipti það máli í pólitík. Hvaða hárvörur notar nýr borgarstjóri !!! Í alvöru, það eru hér að gerast grafalvarlegir hlutir í íslenskum stjórnmálum og fólk talar um hárgreiðslu nýs borgarstjóra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:40 | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er bara svona með reglur lýðræðisins, --það þarf meirihluta til verkra, góðra og illra.
ÞEgar samsteypustjórnir eru myndaðar, er ætíð hætta á einmitt svona.
Þessvegna er alveg bráðnauðsynlegt, að hafa planB í sem flestum viðkvæmum ma´lum.
Líklegt er, að Vilhjálmur hafi treyst Hauki (í horni) enda þeir vinir til margra ára. Ekki laí ég honum að vera hissa á þessum tildragelsum öllum og í raun ringlaður.
Ég veit, að þið fenguð afar vandaðar ráðleggingar um, að lýsa fundinn al ólöglegan og að re´tt væri að skoða öll mál frá tilurð REI, bæði mannaráðningar og annað því tengdu.
Þið kusuð að fara ekki að þessum skynsamlegu ráðum og því fór sem fór.
Í pólitíkkinni verður stundum að sparka hinni pólitísku tuðru langt út af vellinum og la´ta hina um að leita hennar, það gefur ráðrúm til viðbragða og að menn geti horft á hugsanlega vígstöðu án pressu utanfrá um svik og undirferli.
Það er ekki gott, að láta sparka sér út úr valdastólum, vita menn það EN vítin eru til að varast þau og sérstaklega sjálfsskapavítin. Sá sem gaf ráðin góðu, hefur marga fjöruna sopið með Flokkinn okkar og unnið með mjög mörgum formönnum en þið kusuð að fara þá leið (að seljs bixið) sem almenningur VILL ALSEKKI FARA, þessvegna fékk Bingi séns og nýtti sér hann.
Miðbæjaríhaldið
rólegur en vonsvikinn
Bjarni Kjartansson, 17.10.2007 kl. 15:47
Þessi ræða þín lýsir betur brestum í þínu fari en Björns Inga. Ég varð fyrir vonbrigðum með geðvonskukastið þitt - hafði trú á þér!
strokkur (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 19:21
Já, það eru grafalvarleg mál í gangi í borginni. Svo virðist sem kjörnir fulltrúar (sem reyndar sátu í meirihluta með minnihluta atkvæða) hafi algjörlega brugðist þeim skyldum sínum að gæta hagsmuna borgarbúa.
Ótrúlegt hvernig þið talið öll eins og þið hafið orðið fyrir eldingu, eins og ekkert sem gerðist hafi á nokkurn hátt verið ykkur að kenna.
Smá raunveruleikatékk kannski við hæfi?
Ibba Sig., 18.10.2007 kl. 16:17
Miðað við hvernig þú sem formaður Velferðarráðs vannst með okkur íbúum á Njálsgötu í "Njálsgötumálinu svokallaða" þar sem þú hunsaðir bæði, skoðanir okkar íbúa og þvingaðir málið í gegn á einhverri ótrúlegri stífni...geri ég þín orð að mínum:...... "við sjáum ekki nokkurn skapaðan hlut eftir þér".
íbúi á Njálsgötu (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.