Getur MS ráðið þessu?

Ég spyr nú bara eins og fávís neytandi......

Geta bændur á austurlandi ekki tekið sig saman og sett sjálfir upp mjólkurbú á svæðinu.  Hvernig væri að fara í lífræna mjólkurframleiðslu eða brydda upp á öðrum nýjungum.  MS getur varla ráðið þessu alfarið.  Hættið að selja mjólk til MS, gerið eitthvað finnið nýja leið.  Mjólkurframleiðsla leggst annars af á austurlandi eins og hún gerði á vestfjörðum.  Það er bara ákveðið langt sem er réttlætanlegt að keyra mjólkina.  Ég er nokkuð viss um að austfirðingar vilja frekar kaupa mjólk sem unnin verður áfram á austurlandi. 

 

Ég vona svo sannarlega að áfram verði framleidd mjólk um allt land og því nær sem framleiðslan er neytandanum því betra og vonandi getum við einhvern daginn keypt einfaldlega af okkar bónda.  Því ekki það???


mbl.is Vegið að landbúnaði í heilum landsfjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Bændur létu að mínum dómi taka sig algjörlega í bólinu varðandi þennan MS samruna.  Nú eru komnir peningamenn inn í þetta fyrirtæki bændanna og þeir vilja ekki að það sé stunduð mjólkurframleiðsla, nema þar sem þeim hentar.  Það er undarleg hagfræði að segja það að það sé ódýrara að keyra mjólkina frá Austfjörðum til Akureyrar og vinna hana þar og keyra hana svo sömu leið til baka aftur til að dreifa henni til neytenda.  Undarleg hagfræði það að keyra sömu mjólkina tvisvar yfir möðrudalsöræfin.  Þetta þýðir líka það að fólk á austfjörðum fær alltaf dagsgamla mjólk og aðrar mjólkurvörur sem eru með "stuttan stimpil".   Eru það ekki ákv. mannréttindi að fá að neyta matvæla sem eru sem eru sem nýjust og ferskust.  Og eru það ekki líka mannréttindi að fá að starfa við það sem manni þykir gaman, hvort sem það er að vera bóndi eða eitthvað annað.  Þarna finnst mér að það sé verið að brjóta mannréttindi.  Það væri réttast fyrir bændurna að splitta þessu fyrirtæki upp í gamla kerfið aftur, bændum og öðrum til hagsbóta   

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 20.9.2007 kl. 23:44

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hér skautar Kristján nokkuð lauslega yfir hvað rétt er í málinu.

Ekki eru svonefndir ,,peningamenn" komnir inn í þessa mynd ENNÞÁ.  MS er enn Samvinnufélag bænda.

Hitt er svosem alveg kórrétt hjá honum, að menn skyldu ekki sofa á verðinum, líkt og gert hefur verið í allmörgum Samvinnufélögum hingaðtil.  Svo sem Samskipum, KEA. KÞH og svo framvegis.

Löggjafinn hefur, illu heilli, farið að vilja ráðandi manna innan Framsóknar og stjórnandi manna innan fjöldahreyfinganna, svo sem Samvinnutrygginga, sælla minninga og annarra.

Var í varnarbaráttu, bæði fyrir slátrun og mjólkurstöð fyrir vestan.

Sláturhúsið var drepið með algerlega fráleitum lögum um ,,útflutningssláturhúsa".  Vatnið, SEM NOTAÐ VAR Í FRYSTIHÚSINU Á STAÐNUM TIL VINNSLU, BÆÐI RÆKJU OG FREÐFISKS,  var að mati Yfir-Dýra, ónothæft með öllu.

ÞAð var eftir að við öllum tilmælum um breytingar á húsinu, höfðu verið gerðar og slátrun hafði gengið með afbrigðum vel, bændur fengu 140% af svonefnu ,,Grundvallarverði" greitt inn á sín kontó, fyrir byrjun des hvert ár.

ÞAr lá auðvitað glæpurinn, SÍS húsin og önnur Framsóknarfjós, gátu ekki keppt við  svona rekstur og urðu því að fá Sláturhúsinu lokað.

Það varð, þrátt fyrir slakleg rök, svo ekki verði meira sagt.

Hlutmengi í þessu öllu er svo Heilbrigðisnefndir og svonefnd HOllustuvernd.  ÞAr eru men, með afar litla staðarþekkingu og láta greiðlega undan þrýstingi.

SVo er annað.  Mjólkurbúin, sem lokað er, fá ekki einusinni að selja framleiðslutækin á frjálsum markaði.  Þau fara öll undir KErfið.

 e.s.

Ef þú vilt meira vita mín kæra Þorbjörg, þa´veist þú hvar mig er að finna.

Flokkskveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 21.9.2007 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband