Fatlaðir námsmenn fái frían akstur

Á morgun munum við leggja fram tillögu þess efnis í velferðarráði að fatlaðir námsmenn sem ekki geta nýtt sér almenningssamgöngur fái frían akstur með ferðaþjónustu fatlaðra á sambærilegan hátt og námsmenn fá frítt í strætó.  Þetta er að sjálfsögðu réttlætismál og á ég von á því að þessi tillaga verði samþykkt í ráðinu á morgun.  Annars var svolítið skondiðSmile hvernig fyrirsögnin var höfð á fréttinni hjá RUV, "fatlaðir fái ekki frítt í strætó".  Málið snýst að sjálfsögðu ekki um það.  Fatlaðir fá ekki síður frítt í strætó en ófatlaðir, en það er ákveðinn hluti fatlaðra námsmanna sem getur ekki nýtt sér strætó og er ekið með ferðaþjónustu fatlaðra.  Það er þeirra eini samgöngumáti, þeirra almenningssamgöngur og auðvitað eiga þeir ekki að þurfa að borga fyrir þá þjónustu á sama tíma og námsmenn sem geta nýtt sér strætisvagnana fá frían akstur um allan bæ með Strætó bs.

Sjá frétt á RUV:http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338423/5

Annars er þessi dagur búinn að vera annasamur, það var hringt í mig frá skólanum og þurfti ég að sækja dóttur okkar vegna veikinda og þegar ég fór að skoða barnið almennilega sá ég að hún var öll að hlaupa upp í bráðaofnæmi og rauk ég því með hana til læknis og fékk ofnæmislyf sem hafa nú slegið verulega á kláðann og útbrotin. 

Það er ótrúlegt hvað dagarnir eru alltaf fjölbreyttir, maður veit ekki að morgni hvað dagurinn muni bera í skauti sér.  Hugsið ykkur og Ásgeir Elíasson bara farinn, á maður ekkert að gera ráð fyrir því að lifa nema til kannski 60 ára?  Ég bara spyr og í hvað vill maður þá hafa eytt lífinu, spurning sem vert er að velta fyrir sér í dagsins önn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband