Borgarstjórnarfundi lokið

Jæja loks er löngum og ströngum borgarstjórnarfundi lokið.  Rædd hafa verið ýmis mál hér í dag og í kvöld.  Á dagskrá fundarins voru sérstaklega fjögur mál. 

  • Hvort rífa eigi eða megi húsin við Laugaveg 4 og 6. 
  • Hlutafélagavæðing Orkuveitu Reykjavíkur
  • Sýnileg löggæsla í miðborginni
  • Mannekla á leikskólum, í grunnskólum og á frístundaheimilum. 

Hvað varðar niðurrif húsanna við Laugaveg og uppbyggingu þar, þá finnst mér þessi tvö hús ekki vera þau sem ég mundi berjast fyrir jafnvel þó svo ég vildi standa vörð um gömul hús.  En svona er þetta, sumir eru einfaldlega alfarið á móti því að gömul hús víki fyrir nýjum og þá að sjálfsögðu berjast þeir einstaklingar gegn því eins og samviska þeirra gefur tilefni til.

Hlutafélagavæðing Orkuveitunnar er hið besta mál og tel ég algeran óþarfa að hafa áhyggjur af henni eða því að verið sé að fara að einkavæða Orkuveituna.  Í fyrsta lagi vegna þess að borgarstjóri hefur lofað því að ekki standi til að einkavæða.  Í öðru lagi vegna þess að allir hluthafar OR þurfa að samþykkja sölu svo það er ekki eins og Reykjavíkurborg hafi ein með þá ákvörðun að gera.  Í þriðja lagi þá er þessi breyting mikill sparnaður fyrir orkuveituna og á þeim grundvelli mikilvægt að gera þessa breytingu óháð einkavæðingu eða öðru slíku, þessi formbreyting sparar OR um það bil 800 milljónir í minni skattbyrgði og munar nú um minna.  Það ætti að skila sér til neytenda með einum eða öðrum hætti.  Svo má nu geta þess svona í framhjáhlaupi að Félagsbústaðir eru hlutafélag og ekki minnist ég þess að flokkarnir sem nú sitja í minnihluta og tóku m.a. ákvörðun um það rekstrarform á sínum tíma hafi haft af því áhyggjur að einkavæða ætti Félagsbústaði.

Hvað varðar svo sýnileika lögreglunnar þá held ég nú að það eitt leysi ekki vandann í miðbænum og huga verði að fleiru eins og reyndar er verið að gera, s.s. með því að skoða opnunartíma og dreifingu skemmtistaða. 

Mannekluvandamál hjá þjónustustofnunum borgarinnar og sér í lagi leikskólum og frístundarheimilum er mikið áhyggjuefni.  Við þurfum að finna leið til þess að berjast gegn þessum vanda til frambúðar.  Það hefur ýmislegt verið reynt og stanslaust er verið að leita nýrra leiða innan kerfisins til þess að laða að starfsfólk, en það dugar ekki til.  Verið er t.d. að koma á fót starfatorgi fyrir eldriborgara og aðra sem áhuga hafa á hlutavinnu og bindum við vonir við að með því móti megi laða fleiri til starfa.  Ástandið er ekki bara erfitt hjá borginni, hjá þjónustufyrirtækjum eins og Ikea er ástandið orðið svo slæmt að farið er að auglýsa að kúnninn þurfi að hafa aukna þolinmæði því illa gangi að manna. 

Það er athyglisvert í þeim gríðarlega mönnunarvanda sem leikskólarnir standa frammi fyrir að hugsa til þess að á einkareknu skólunum virðist ekki vanta starfsfólk og betur gengur að manna þá.  Það eru svo sem ekki nýjar fréttir, en styrkir mig í þeirri skoðun minni að við eigum í auknum mæli að horfa til þess að bjóða út rekstur þjónustustofnana og vera með margvísleg og mismunandi rekstrarform þar sem því verður við komið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 84895

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband