Úr haga í maga - það er málið!

Loksins er mögulega eitthvað að gerast í þessum málum.  Smile  Ég fagna því!

Það er svo sjálfsagt og heilbrigt að mínu mati að bóndi geti þróað sína vöru og selt beint til neitenda að ég hef aldrei skilið þessa flækju sem hér hefur ríkt um margra ára skeið.  Bændur hafa verið algerlega uppá sláturhúsin komin og það verð sem þau hafa viljað borga.  Hvar er hvatinn fyrir bændur til þess að fara nýjar leiðir, þróa sínar vörur eða bjóða uppá nýjungar?  Eina sem bóndinn hefur getað hugsað um er að auka framleiðnina innan þess ramma sem honum er settur, fá sem flest kíló út úr hverju lambi, ná eins mörgum lítrum út úr kúnni o.s.frv. það hefur ekki verið hvati til annars. 

Ég er til í að fara ansi langt eftir kjöti sem ég get treyst og ég veit hvar hefur gengið á fjöll og hvers bónda er.  Ég vona að þessi  breyting verði fyrr en seinna og þá mun ég svo sannarlega keyra vestur í Hænuvík og kaupa eins og eitt eða tvö lömb af Gutta, bóndanum þar. 

Vonandi sjáum við þetta þróast enn frekar og bændur fara í meira mæli nýjar leiðir.  Ég vil sjá hér  bú sem bjóða ferska ógerilsneidda mjólk, rjóma, smjör og svo framvegis, lífrænt og laust við aukaefni.  Það er markaður fyrir slíkt, neytendur eru að fá nóg af öllum þessum aukaefnum í matvælum og vilja hreina vöru beint frá framleiðanda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Jú jú, svo er nú það.  Búið að loka öllum litlu sláturhúsunum, jafnvel á tekknískum atriðum, eins og vatnshreinleika.  Vatni sem frystihúsin við hliðina á, notuðu til framleiðslu á sömu makaði og sláturhúsunum var bannað og því lokað, vegna ,,samninga" við ráðuneytið um fullvirðisrétt.

Okkar maður frá Króknum hann Eykon heitinn barðist fyrir að bændur fengju greiðslur beint til sín, gegn allri SÍS mafíunni, og varð ágengt.  Einar okkar Oddur vildi frelsa bændur undan ,,spakviti" framleiðslustöðvanna og náði nokkrum árangri en entist því  miður ekki aldur til að klára málið.

Nú er komið að yngri kynslóð Íhaldsmanna, að ljúka þeim verkum, sem fyrirrennararnir áttu ógerð.  Veit, að allmargir í hópi yngri Íhaldsmanna mátu Einar Odd og höfðu mikið álit á.  Því ætti þessi verk að verða skylduverk hjá þeim.

Go girl go!!!

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 31.8.2007 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 84895

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband