Græn heimaþjónusta og fleira samþykkt á fundi velferðarráðs í dag

Þessar bókanir voru settar fram á fundi velferðarráðs í dag.  Þær voru allar samþykktar samhljóma og man ég varla eftir jafn jákvæðum fundi síðan ég varð formaður ráðsins. 

Varðandi græna heimaþjónustu var bókað:

Velferðarráð fagnar úrræði um Græna heimaþjónustu sem byggir á vinnu ungs fólks í vinnuskólanum í görðum eldri borgara.  Samkomulag hefur verið gert á milli Vinnuskóla Reykjavíkur og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um eins árs þróunarverkefni. Markmið þjónustunnar snýst um að veita eldri borgurum og öryrkjum sem vegna skertrar líkamlegrar færni, aldurs, langvarandi veikinda eða fötlunar eru ekki færir um að sinna hreinsun garða sinna. Þjónustan hefur það að markmiði að gera einstaklingum kleift að búa lengur á eigin heimili. “Græn heimaþjónusta” felst í því að nemendur í Vinnuskóla Reykjavíkur hreinsa garða eldri borgara og öryrkja sumarið 2007 og mun skráning fyrir hjón og einstaklinga fara fram  á þjónustuðmiðstöðum borgarinnar. Gert er ráð fyrir að nemendur heimsæki hvern garð einu til þrisvar sinnum, að undangengnu mati á þörf.  

 

Vegna “átaksverkefnis í málefnum geðfatlaðs fólks” bókaði ráðið:

Um leið og Velferðarráð fagnar því að í augsýn er að átaksverkefnið flytjist yfir til borgarinnar lýsir ráðið yfir vilja til þess að það verði unnið af metnaði, framsýni og í samvinnu við notendur þjónustunnar.

Verkefnið snýst um stórátak í uppbyggingu búsetu og þjónustu fyrir geðfatlað fólk og snertir u.þ.b. 80 einstaklinga í Reykjavík. Vinna  við verkefnið er  þegar komin af stað undir stjórn framkvæmdahóps með aðild Velferðarsviðs Reykjavíkur, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, Geðsviðs LSH auk fulltrúa félagsmálaráðuneytisins.  Með framkvæmdahópnum starfar ráðgjafahópur sem í eru m.a. fulltrúi notenda og aðstandenda og mun sá hópur að sjálfsögðu starfa áfram.

  

Vegna samþykktar um heimili fyrir heimilislausa Reykvíkinga bókaði ráðið svohljóðandi:

Velferðarráð fagnar því að búið sé að finna heimili fyrir tíu einstaklinga á góðum stað í miðborginni. Húsnæðið hentar afar vel fyrir svona heimili og velferðarráð væntir þess að íbúar í nágrenninu taki starfseminni fagnandi og bjóði nýja íbúa velkomna, enda er góð reynsla af sambærilegri starfsemi annarsstaðar í borginni.

Auk þessara bókana samþykkti ráðið að taka á móti 30 flóttamönnum frá Kólumbíu, en von er á þeim hópi til landsins síðsumars. Reykjavíkurborg býr að mikilli reynslu eftir að hafa tekið á móti svipuðum hópi árið 2005.

Fæðing hvolpa 

Annars erum við í fjölskyldunni búin að standa í ströngu hér í kvöld og erum í miðjum klíðum að taka á móti hvolpum þegar þetta er skrifað en nú þegar eru fæddir tveir hvolpar og vonumst við til að fá að minnsta kosti einn í viðbót en hvað veit maður, ég skrifa hér á morgun hversu margir þeir verða.  Þetta er ánægjuleg stund, börnin eru öll vakandi og fylgjast með af miklum áhuga.  Fyrir borgarbörn er þetta eins og líffræðitími og afar jákvætt að börnin nú höfum við mestar áhyggjur af því að sá sem kom fyrstur virðist ekki hafa neinn áhuga á því að fara á spena á meðan þessi númer tvö fór beint í það að fá sér að drekka.  Þetta er eins og með mannfólkið að öll fæðumst við með mismunandi karakter.  Jæja komnir þrír hvolpar, en sá fyrsti eki farinn að drekka enn, skrifa meira á morgun Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband