Fundur borgarstjórnar með Reykjavíkurráði ungmenna

Nú er að ljúka frábærum fundi með Reykjavíkurráði ungmenna hér í borgarstjórnarsalnum.  Ungmennin komu að vanda vel undirbúin á þennan fund með margar góðar tillögur í farteskinu.  Hér voru miklar umræður um forvarnarmál og mikilvægi þess að leggja enn meiri áherslu á fræðslu um forvarnir í grunnskólum.   Þá var t.d. óskað eftir samræmingu í gjaldtöku barna t.d. á sundstöðum borgarinnar, en þar borga börn fullorðinsgjald eftir 16 ára aldur.  það voru miklar umræður um sérstakt ungmennahús þar sem ungmenni 16 - 20 ára gætu haft starfsemi sína og verið með ýmis konar námskeið, æfingaaðstöðu, aðstöðu til að læra og fleira í þeim dúr.  Nefndi hann ungmennahús í Keflavík sem sé svipað því sem þau vilja sjá verða að veruleika hér.  Ýmsar aðrar tillögur komu fram og voru þær að sjálfsögðu allar góðar þó erfitt geti orðið að framkvæma allt sem þar kom fram á skömmum tíma. 

Tillögunum var vísað áfram til frekari vinnu í nefndum borgarinnar og hlakka ég til að fá til sérstakrar umfjöllunar í Velferðarraði tillögu Jóhanns Einarssonar Ungmennaráði Kringluhverfis um Forvarnir gegn spilafíkn og tillögu Hilmu Rósar Ómarsdóttur um að auka vægi forvarnarfræðslu í grunnskólum hvað varðar áfengi, eiturlyf og kynlíf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband