20.4.2010 | 20:19
Samþykkt að einstaklingar í atvinnuleit fái frítt í sund og á bókasöfn borgarinnar
Í borgarstjórn í dag var samþykkt samhljóða að reykvískir einstaklingar í atvinnuleit fái frítt á sundstaði borgarinnar og frí notendakort á bókasöfn borgarinnar út árið 2010.
Rannsóknir sýna að heilsufarslegar afleiðingar atvinnuleysis geta verið töluverðar. Þegar einstaklingur missir vinnu skapast ójafnvægi í hinu daglega lífi hans. Mikilvægi þess að fólk haldi virkni og reyni að finna eitthvað við hæfi í staðinn s.s. reglulega hreyfingu verður seint of metin. Fyrir einstakling í atvinnuleit, hvort sem hann er með atvinnuleysisbætur eða nýtur fjárhagsaðstoðar, getur það verið hindrun að leggja út fyrir þeim kostnaði sem því getur fylgt.
Sund er þægileg líkamsrækt sem hentar flestum. Með því að veita frítt í sund fyrir þessa aðila viljum við hvetja þá til virkni og um leið leitast við að rjúfa félagslega einangrun sem hætta er á að skapist í atvinnuleysi. Þann 18. nóvember síðastliðinn var samþykkt virkniáætlun fyrir fjárhagsaðstoðarþega í Velferðarráði, þessi samþykkt í borgarstjórn í dag mun styðja við þá áætlun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er verulega flott. Atvinnulausir hafa tilhneigingu til þess að einangra sig. Með því að hreyfa sig reglulega og lesa, eru þeir að rækta sjálfa sig. Það sem á vantar er að ríki og sveitarfélögin taki höndum saman að hjálpa hjólum atvinnulífsins að komast í gang. Það gerist ekki með pólitísku þvaðri, eins og Samfylkingin í Reykjavík ástundar. Borgin á að stuðla að framkvæmdum á meðan handónýt ríkisstjórn velur að gera ekki neitt.
Sigurður Þorsteinsson, 21.4.2010 kl. 15:34
Þetta eru smáaurar fyrir fólkið, þótt það sé í vandræðum! Hefði ekki verið nær að gefa því afslátt af til dæmis fasteignagjöldum, þ.e. þeim sem eiga fasteignir og bjóða þeim líka á bókasafnið og í sund? Þessi samþykkt kostar borgina nánast ekki neitt. Hugsunin er auðvitað bara góð, en það er hægt að hugsa hærra og ganga lengra.
Björn Birgisson, 21.4.2010 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.