21.1.2010 | 08:18
Hvernig við veljum að ferðast
Við sem búum hér í höfuðborginni vitum hvernig það er að komast á milli staða í þungri umferðinni á morgnana og seinnipartinn. Oft sitjum við í bílum okkar og hugsum um hvað þessum tíma er illa varið. En hvers vegna veljum við að ferðast með bíl borgarendanna á milli með öllum þeim tilkostnaði bæði tíma og peningum sem raun ber vitni. Mörgum hreinlega dettur ekki í hug að hægt sé að komast til og frá vinnu eða til og frá skóla með öðrum hætti en einmitt í bílnum.
En það er öðru nær, við höfum val í Reykjavík um að ferðast milli staða með öðrum hætti. Við getum valið að hjóla eða ganga og við getum tekið strætó. Nú kunna margir að hugsa að það sé allt of langt að ganga og það sé svo mikið af brekkum að það sé ómögulegt að hjóla og enn aðrir hugsa að þetta strætókerfi sé nú svona og svona og það gangi aldrei að taka strætó. En einhverjir og vonandi margir hugsa með jákvæðum hætti til þess að skoða aðrar leiðir. Það eru þeir sem mig langar að höfða til með þessari grein.
Almenningssamgöngur
Nýlega gerðu nemar í Listaháskóla Íslands verkefni um strætó. Þessir nemar unnu verkefnið með þeim hætti að þau prófuðu að nota strætó, ferðuðust hinar ýmsu vegalengdir með vögnunum og fóru yfir kosti og galla kerfisins. þau báru kerfið líka saman við það sem gerist annars staðar og lögðu loks mat sitt á það eftir að hafa öðlast reynslu við notkun þess. Það er skemmst frá því að segja að niðurstaðan kom skemmtilega á óvart. Þau töldu leiðakerfið gott og þjónustuna yfir höfuð góða. Stærsti hnjóður kerfisins að þeirra mati var sá að það vantar salernisaðstöðu fyrir farþega á biðstöðvum. Auðvitað var fleira sem mátti betur fara og margt er hægt að gera betur, en það kom þessum nemum verulega á óvart hvað kerfið er yfir höfuð gott.
Göngu- og hjólasamgöngur
Göngu- og hjólasamgöngur hafa verið verulega bættar í höfuðborginni síðustu árin og get ég með sanni mælt með þeim ferðamáta. Sjálf hjóla ég mikið og fer á tímabilum allra minna ferða á hjóli,einkum að vori og sumri. Það er auðvelt að ganga og hjóla í Reykjavík og stígakerfið okkar virkar vel og hægt er að taka hjólið með sér í strætó þegar pláss er í vagninum fyrir það. Sumum finnst óþægilegt að ganga eða hjóla til vinnu, svitna og þurfa að skipta um föt. Sjálf hjóla ég í þeim fatnaði sem ég er þann daginn, en sturtuaðstaða er i boði á mörgum vinnustöðum í dag sem auðvelda fataskipti.
Hvernig sem íbúar kjósa að fara sinna ferða milli staða í höfuðborginni er ljóst að allir möguleikar hafa bæði kosti og galla. Sjálfri finnst mér t.d. frelsið sérstaklega þægilegt við hjólið.
Ég vil hvetja íbúa Reykjavíkur til að prófa þá ólíku samgöngumáta sem borgin okkar hefur upp á að bjóða. Fyrstu tilraunir má t.d. gera um helgar, í góðu veðri eða þegar vegalengdir á áfangastað eru stuttar. Strætó, hjól og ganga eru ódýrir, vistvænir og líkamsvænir ferðamátar sem geta komið þér skemmtilega á óvart.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.