21.4.2009 | 15:55
Refsivert að kaupa vændi
Í ritstjórnargrein Morgunblaðsins í dag er talað um það hvað kaup á vændi séu ógeðfelld og langar mig að taka undir það sem þar kemur fram. Ég er þess fullviss að samþykkt frumvarps nú á síðustu dögum þingsins, þess efnis að kaupandi kynlífs geti átt yfir höfði sér sektir eða allt að eins árs fangelsi, hafi verið framfaraskref.
Með lögunum er farin sambærileg leið og farin var í Svíþjóð árið 1999 og hefur þegar haft þau áhrif að dregið hefur verulega úr vændi og mansali þar í landi.
Ýmsum rökum hefur verið beitt gegn sænsku leiðinni. Spurt hefur verið hvort refsing sé heppileg leið til að leysa félagslegan vanda. Ef svarið við því er nei er nálgun þjóðfélagsins til glæpa á alvarlegum villigötum því að flestir glæpir eiga sér félagslegar rætur, hvort sem það er heimilisofbeldi eða innbrot, svo eitthvað sé nefnt. Fælingarmáttur sænsku leiðarinnar virðist vera ótvíræður. Karlar þora mun síður að kaupa sér vændi ef hætt er við að það komi í ljós á opinberum vettvangi. Árið 2007 voru samkvæmt sænsku lögreglunni á milli 105 og 130 vændiskonur að störfum í Stokkhólmi á götunni og á netinu, en 5.000 vændiskonur í Ósló. Í fyrra ákváðu Norðmenn síðan að fara sænsku leiðina og banna kaup á vændi.
Leið Svíanna hefur ekki verið án áfalla. Vændi færðist undir yfirborðið og ofbeldi á hendur þeim sem stunduðu vændi færðist í aukana til að byrja með og greinilegt var að lögunum var ekki fylgt eftir með tilhlýðilegum stuðningi. Það er mikilvægt fyrir okkur hér á landi að læra af reynslu Svía varðandi það og styðja við þá sem þurfa stuðning og aðstoð við að komast út úr vændi. Úr þessu hefur nú verið bætt í Svíþjóð og er nú svo komið að stuðningur við bannið nemur 80 af hundraði.
Það var rétt að gera kaup á vændi refsiverð. Það eru engir hamingjusamir einstaklingar sem stunda vændi og vændi er ekki venjuleg atvinnugrein.
Til fróðleiks má hér lesa skýrslu um aðgerðaráætlun gegn mansali, sjá: http://www.althingi.is/altext/136/s/0754.html
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nákvæmlega ekkert um það vitað hvort dregið hefur úr vændi og mansali í Svíþjóð. Það eina sem er vitað með vissu er að vændi er ekki eins sýnilegt og það var og að vændiskonur eru mjög óánægðar með lögin, enda í meiri hættu en áður og störf þeirra á margan hátt erfiðari. En hin meintu fórnarlömb eru auðvitað ekki spurð álits fremur en fyrri daginn enda eru slíkar sóðapíkur vart marktækar.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 16:01
Samkvæmt lögreglunni í Stokkhólmi hefur orðið veruleg fækkun á fjölda vændiskvenna þar. Það hlítur að vera vísbending um að lögin skipti máli að fjöldi vændiskvenna í Stokkhólmi árið 2007 sé á bilinu 105-130 á sama tíma og fjöldi þeirra í Osló var 5000. Enda ákváðu Norðmenn að taka upp sænsku leiðina.
Jórunn Ósk Frímannsdóttir , 21.4.2009 kl. 16:30
Það er eitt athyglisvert sem kemur fram í lögunum að erlendar rannsóknir sýna að stærsti hluti eftirspurnar eftir vændi séu karlmenn sem "prófi" í fáein skipti (en hætti svo einhverrar hluta vegna)
Ljóst er að þessi hluti mun miklu milu síður "prófa" og þessvegna snarminnkar eftirspurn.
Einnig finnst mér thyglisvert að rannsóknir sýna að stærsti hluti eftirspurnar er þessa eðlis. Eitthvað sem menn gera afþvíbara, eða afþví að það er hægt.
Einhvernvegin í andstöðu við það sem maður heyrir oft, karlmenn sem hvergi fá kynlíf annarsstaðar o.s.frv.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.4.2009 kl. 18:44
Þarna skrifar sönn móðir, eiginkona og hjúkrunarfræðingur. Svona leynir Sjálfstæðisflokkurinn á sér.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 21.4.2009 kl. 20:26
Jórunn, það eina sem lögreglan getur fullyrt um er það sem hún verður vör við. Lögreglan í Stokkhólmi getur ekki fullyrt neitt um fjölda vændiskvenna þar, ekki frekar en lögreglan í Reykjavík hefur nokkra hugmynd um fjölda vændiskvenna hér. Þér dettur þó ekki í hug að þær séu ekki fleiri en þær sem lögreglan hefur á skrá?
Ómar Bjarki. Ætli sé líklegt að þessir menn sem 'prófa bara' séu aðallega ofbeldismennirnir sem níðast á börnum og öðrum kynlífsþrælum? Eða getur verið að eftirspurnin minnki síst hjá þeim hópum sem mest ástæða er til að hafa áhyggjur af og að framboðið haldist hjá þeim hópum kvenna sem síst eru í aðstöðu til að verja sig?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.