14.10.2008 | 14:22
Sameining heimahjúkrunar og heimaþjónustu í Reykjavík - framfaraskref í þágu borgarbúa
Þetta er mikilvægt skref í því að koma til móts við áherslur samfélagsins um samþætta þjónustu við einstaklinga sem velja að vera í heimahúsum og þurfa til þess margvíslega aðstoð. Auk þess er þetta eðlilegt framhald af samvinnu borgarinnar og ráðuneytisins í þessum málaflokki á undanförnum árum.
Tilgangurinn er meðal annars að einfalda allt viðmót þjónustunnar og fá með sameiginlegri stjórn nýtt og öflugra kerfi. Það er mikilvægt skref í að mæta aukinni þjónustuþörf og kröfum samfélagsins um að það sé tryggt að fólk fái þjónustu veitta á réttu þjónustustigi.
Viðræður milli heilbrigðisráðuneytis og Velferðarsviðs hófust þegar sumarið 2007 en þá um haustið var svo samþykkt á fundi Velferðarráðs að ganga til formlegra viðræðna við heilbrigðisráðuneytið. Það var svo í febrúar á þessu ári sem stýrihópur með fulltrúum frá ráðuneytinu og velferðarsviði tók til starfa og ráðinn var utanaðkomandi verkefnastjóri til þess að halda utan um stafrið. Þessi hópur hefur nánast hist vikulega síðan enda verkefnið stórt og viðamikið. Ég vil nota tækifærið og þakka stýrihópnum fyrir hans störf, en undirrituð hefur ásamt heilbrigðisráðherra gefið þessu máli sérstakan forgang og því hefur verið mikill þrýstingur á alla aðila að vinna hratt og faglega að málinu. Góð pólitísk samstaða hefur verið um málið innan Velferðarráðs sem hefur hjálpað til við að lenda því farsællega.
Mikil áhersla hefur verið lögð á að upplýsa starfsmenn sem málið snertir eftir því sem kostur er. Nú eru starfandi fjölmargir hópar sem vinna að undirbúningi þess að sameiningin verði um áramót og koma fjölmargir starfsmenn að þeirri vinnu. Nú þegar fyrir liggur það skipulag sem unnið verður eftir er hægt að upplýsa starfsmenn enn betur og þegar hefur verið fundað með stéttarfélögum starfsmanna. Hagsmunasamtök sem málið varðar hafa lengi þrýst á breytingar af þessu tagi og hafa þau hvatt samningsaðila áfram og lýst yfir mikilli ánægju með gang mála.
Á þeim umrótatímum sem við nú lifum á er það mér mikil ánægja að geta greint frá þessum jákvæðu tíðindum. Ég vona að með þessum skipulagsbreytingum og samstilltu átaki þeirra hæfu starfsmanna sem munu halda uppi "Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar,, njóti þeir sem á þessari þjónustu þurfa að halda enn betri þjónustu á næstu árum.
Þessi grein birtist í morgunblaðinu í dag
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jórunn Frímannsdóttir
Bloggvinir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Einar Vignir Einarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Kjartan Pálmarsson
- Ólafur fannberg
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Vignir Bjarnason
- Vilborg G. Hansen
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Vefritid
- Axel Jóhann Axelsson
- Ásta Hafberg S.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Einar B Bragason
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erlendur Örn Fjeldsted
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Gísli Blöndal
- Gunnar Gunnarsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Sigurðarson
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Magnússon
- Jón Ríkharðsson
- Kjartan Magnússon
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Mál 214
- Natan Kolbeinsson
- Pjetur Stefánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Stefán Helgi Valsson
- Theodór Bender
- Vilhjálmur Árnason
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.