Nokkur mikilvæg atriði um orkunýtingu og álverið í Helguvík

Af www.jorunn.is 03.11.2009 

Sumir virðast ekki skilja hvers vegna sjónir manna beinast að álveri í Helguvík nú um stundir. Sagt er að þeir sem eru hlynntir Helguvík séu álverssinnar, að þeir vilji engan annan iðnað, og að þeir setji öll eggin í sömu körfuna.

Að mörgu að hyggja

Vandi orkufyrirtækjanna felst m.a. í því að þurfa að fjármagna framkvæmdir að fullu áður en þær hefjast. Til að fjármagna byggingu virkjunar þarf að vera til staðar orkusölusamningur. Margt hefur verið skoðað og auðvitað eru margir aðrir áhugaverðir kostir, en því miður er fátt ef nokkuð annað í hendi en orkusölusamningar til álvera. Gagnaverin, svo dæmi sé tekið, vilja aðeins gera orkusölusamning til fimm ára á meðan álversfyrirtækin eru tilbúin að skuldbinda sig til 20-25 ára. Aðeins með svo löngum orkusölusamningum geta orkufyrirtækin fjármagnað virkjanaframkvæmdir að fullu. Þá þarf ríkissjóður ekki að leggja orkufyrirtækjunum til skattfé en getur þess í stað lagt meira af mörkum í þjónustu við skattgreiðendur.

Þegar fullyrt er að hvert starf í álveri kosti mikla peninga má ekki gleyma að það kostar skattgreiðendur ekki neitt ef ríkið þarf ekki að fjármagna virkjanir. Þeir peningar sem ríkið myndi þurfa að setja í orkunýtingu og störf í orkufrekum iðnaði yrðu þá ekki notaðir í annað. Þeir peningar gætu þá ekki farið í annars konar uppbyggingu s.s. ferðaþjónustu. Miklir möguleikar geta skapast í ferðaþjónustu með tilkomu virkjana og hefur ferðamönnum sem heimsækja Hellisheiðavirkjun fjölgað jafnt og þétt. Á þessu ári er áætlað að um 100.000 ferðamenn skoði virkjunina samanborið við 30.000 árið 2008, þá er ótalinn allur sá fjöldi sem heimsækir Hengilssvæðið og nýtur útivistar.

Arðsemisútreikningar OR

Orkuveita Reykjavíkur setur sér það markmið að ná 15% arðsemi eiginfjár vegna virkjanaframkvæmda í þágu stóriðju. Miðað við það má niðurgreiða lánin á innan við 20 árum. Raforkusölusamningar sem gerðir eru vegna stóriðju eru til 20-25 ára eins og áður segir. Reynslan sýnir að í tilfelli Nesjavalla megi búast við að virkjunin borgi sig upp á skemmri tíma, eða 16-17 árum.

Orkuveita Reykjavíkur hefur haldið til haga upplýsingum um starfsmannafjölda og þann tíma sem þarf til undirbúnings og framkvæmda við virkjanir. Undirbúnings- og framkvæmdatími við virkjanir hefur lengst umtalsvert á síðustu árum vegna aukinna krafna stjórnvalda. Tölurnar sýna að framkvæmdatími jarðvarmavirkjana er að meðaltali um sex ár. Þar af má reikna með fjórum árum í rannsóknir á jarðhitasvæðunum, rannsóknarboranir og annan undirbúning. Framkvæmdirnar sjálfar taka svo aðeins um tvö ár, en þeim má skipta niður í borverk, mannvirki, lagnir og uppsetningu vélbúnaðar. Að meðaltali má reikna með um 1.000 mannárum við framkvæmdir við 90 MW virkjun. Gert er ráð fyrir um 100 störfum í fjögur ár og 300 störfum í tvö ár.

Við þurfum fjármagn til framkvæmda og til uppbyggingar á atvinnuskapandi starfsemi. Við þurfum störfin og verðmætin sem t.d. álver skapa. Skatttekjurnar gera okkur kleift að halda úti öflugu heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfi á Íslandi, sem forðar okkur frá þjóðfélagslegum vanda til langrar framtíðar. Okkur ber skylda til að nýta alla þá möguleika sem landið gefur okkur og láta þá ekki renna okkur úr greipum.

Þessi grein var birt í Morgunblaðinu í dag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband