Fjölgun barna sem njóta sérstakrar fjárhagsaðstoðar

Af www.jorunn.is 29.10.2009 

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur undanfarið gert átak í því  að kynna reykvískum foreldrum möguleika á sérstakri fjárhagsaðstoð vegna barna. Í því skyni hefur meðal annars verið dreift auglýsingum á íslensku, ensku og pólsku í leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Í bókun velferðarráðs í gær var átakinu fagnað: „Það er mikilvægt að foreldrar sem á því þurfa að halda séu hvattir til að nýta þennan rétt börnum sínum til handa. Öll börn eiga rétt á að njóta frístunda, leikja við jafnaldra og hollra skólamáltíða. Það er gleðiefni að hægt sé að veita slíka aðstoð og nauðsynlegt að kynna hana vel.”

Í reglum um fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar er kveðið á um heimild til að veita sérstaka fjárhagsaðstoð til foreldra til að greiða fyrir þátttöku barna í félags- og tómstundastarfi, fyrir sumardvöl, frístundaheimili, skólamáltíðir og leikskóla. Viðmiðunarupphæð er 11.635.- kr. á mánuði fyrir hvert barn. Rétt til þessarar aðstoðar hafa foreldrar sem hafa mánaðartekjur við eða lægri en grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar sem er kr. 115.567 fyrir einstakling og kr. 184.907 fyrir hjón/sambúðarfólk. Til viðbótar er heimild til að koma til móts við börn foreldra sem verið er að styðja sérstaklega á þjónustmiðstöðvum borgarinnar.

Ástæða þess að farið er í kynningarátak af þessu tagi er ekki síst sú staðreynd að einungis um 25% þeirra fjölskyldna sem eiga rétt á slíkum stuðningi nýta sér hann. Af yfir 217 barnafjölskyldum sem þiggja fjárhagsaðstoð eru einungis 52 fjölskyldur að nýta sér þennan rétt til sérstakrar fjárhagsaðstoðar vegna barna.

Foreldrum sem vilja kynna sér rétt til fjárhagaðstoðar vegna barna er bent á að tala við ráðgjafa á þjónustumiðstöðvum borgarinnar eða snúa sér til þjónustuvers borgarinnar í síma 411 11 11.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 84601

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband