Öll þessi reiði

Af bloggi mínu á Eyjunni eða jorunn.is 16.10 2009

Það er mikil reiði enn í þjóðfélaginu, ekki síst vegna þess óréttlætis sem fólki finnst hér eiga sér stað. Sumir vilja skella allri ábyrgð á hruninu á Sjálfstæðisflokkinn og þá sem þar voru í forystu. Í því sambandi gleymist alveg þáttur annarra flokka sem áttu þátt í þeim ákvörðunum sem teknar voru.

Reiðin er réttlát og eðlileg, en hún er farin að lita samfélagið okkar og það er óhætt að hafa áhyggjur af vaxandi reiði. Þessi réttláta reiði endurspeglast í umræðum manna á meðal, hún endurspeglast í pirringnum í biðröðinni, hún endurspeglast í minna þoli og minna umburðarlyndi og af því hef ég áhyggjur.

Millistéttin í landinu er alveg að fá nóg af óréttlætinu sem er í gangi. Venjulegt fólk sem gat vel staðið undir öllum sínum skuldbindingum á margt erfitt með það í dag. Þeir sem þó geta greitt, sjá fram á að vera eins og hamstur á hjóli næstu árin og uppskera ekkert nema hlaupin. Svo koma fréttir af því að rannsóknarnefndin geti því miður ekki skilað skýrslunni og þurfi lengri tíma. Var ekki hægt að sjá það fyrir löngu síðan að þyrfti meiri mannskap til að klára þetta? Það þarf að ljúka þessum störfum, hreinsa loftið og skapa sátt. Það þarf auk þess almennar aðgerðir gagnvart heimilunum, það er ekki sanngjarnt að þeir sem voru skuldsettir í topp fái sértækar aðgerðir en þeir sem geti borgað geti í besta falli fengið lengt í ólinni. Nokkuð hefur verið gert en það þarf að gera betur. Áfram með smjörið…. :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jórunn Frímannsdóttir

Höfundur

Jórunn Ósk Frímannsdóttir
Jórunn Ósk Frímannsdóttir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...i_mbl_blogg
  • ...logo
  • ...k_mynd_stor
  • Jólakortamynd 2009 003
  • DSCN2230

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 84656

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband